Mæðravernd

Mæðravernd

Markmið mæðraverndar

  • að stuðla að heilbrigði móður og barns á meðgöngu
  • að veita faglega umönnun, stuðning, fræðslu og ráðgjöf
  • að greina áhættuþætti og frávik frá eðlilegri meðgöngu sem fyrst og gera viðeigandi ráðstafanir

Stuðst er við Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu.- klínískar leiðbeiningar.

Fyrirkomulag

Mæðravernd stendur öllum verðandi mæðrum/foreldrum til boða og er þeim að kostnaðarlausu. Hver heilsugæslustöð sinnir þeim sem búsettir eru á þjónustusvæði stöðvarinnar eða hafa heimilislækni á stöðinni.

Mæðravernd er í höndum ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga og heimilislækna á heilsugæslustöðvum og samráð er haft við fæðingarlækna ef þörf er á.

Hægt er að fá símaráðgjöf hjá ljósmóður á hverri stöð en einnig má finna fjölbreytt fræðsluefni um meðgöngu og fæðingu á fræðslusíðunni.

Fræðsla

Foreldrafræðsla
Reglulega eru haldin námskeið fyrir verðandi foreldra þar sem m.a. er rætt um frjóvgun og fósturþroska, meðgöngukvilla og verkjameðferð, slökun og öndun, fæðinguna, sængurlegu og brjóstagjöf.

Þessi námskeið eru haldin á Akranesi og eru opin fyrir alla verðandi foreldra í heilsugæsluumdæmi HVE.

Skoðanir í mæðravernd

Mæðravernd HVE Akranesi

Mánudaga 08.00-16.00.
Miðvikudaga 08.00-16.00. 
Fimmtudaga 08.00-12.00.
Netfang: maedravernd@hve.is 
Tímapantanir í síma 432 1000.

Ómskoðanir fyrir allt svæðið eru á Akranesi alla fimmtudaga.
Tímapantanir í síma 432 1000.

Mæðravernd HVE Borgarnesi
Fimmtudaga kl. 8.30-16.00.
Tímapantanir í síma 432 1430.

Mæðravernd HVE Búðardal
Fimmtudaga kl. 13 - 14
og á Reykhólum á mánudögum eftir hádegi.
Tímapantanir eru í síma 432 1450 og á mánudögum í síma 432 1460 á Reykhólum.

Mæðravernd HVE Grundarfirði
Fimmtudagar eða í samráði við ljósmóður.
Tímapantanir í síma 432 1350.

Mæðravernd HVE Hólmavík
Mánudagar kl. 09:00 - 11:00.
Tímapantanir í síma 432 1400.

Mæðravernd HVE Hvammstanga
Fimmtudagar kl. 09:00 - 12:00.
Tímapantanir í síma 432 1400.

Mæðravernd HVE Ólafsvík
Fimmtudagar kl. 09:00 - 16:00.
Tímapantanir í síma 432 1360.

Mæðravernd HVE Stykkishólmi
Þriðjudagar.
Tímapantanir í síma 432 1200.