Chat with us, powered by LiveChat

Lyfjaendurnýjanir

Lyfjaendurnýjanir

Hvernig er hægt að endurnýja föst lyf ?

 • Rafrænt í gegnum www.heilsuvera.is
 • Í símatímum heilbrigðisgagnafræðinga á heilsugæslustöðvum HVE, sjá hér neðar

Rafræn endurnýjun lyfseðla er gerð í gegnum Heilsuvera.is  en það er vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna m.a. endurnýjað lyf og bókað tíma hjá heilsugæslulækni. Til innskráningar þarf rafræn skilríki.
Sjá nánar Heilsuvera - mínar heilbrigðisupplýsingar á vef Landlæknis.

Í Heilsuveru er ekki hægt að endurnýja sýklalyf eða sterk verkjalyf (opioida). Viðkomandi fær viðeigandi tilkynningu þar um sé það reynt. 

Hér eru nokkur fræðslumyndbönd um Heilsuveru og notkun hennar :  https://www.heilsuvera.is/minar-sidur-leidbeiningar/

Áfram verður hægt að endurnýja lyf í símatímum heilbrigðisgagnafræðinga eða heilsugæslulækna. Varðandi þá þjónustu vísast í upplýsingar á viðkomandi heilsugæslustöð, í upplýsingar - símanúmer. 

Reglur um lyfjaendurnýjanir hjá HVE

 • Lyfjaendurnýjun í síma á aðeins við um FÖST lyf.

 • Ekki verða afgreidd sýklalyf í lyfjaendurnýjun í síma, panta þarf símatíma eða viðtalstíma á stöð.

 • Eftirritunarskyld lyf eins og sterk verkjalyf  má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og þarf  að koma á stöð í eftirlit amk. 1 x  í mánuði vegna þessa.
  Markmiðið verður að draga úr þeirri lyfjanotkun eins og hægt er.

 • Róandi- eða svefnlyf, má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og mest þrisvar sinnum. 
  Eftir það er nauðsynlegt að koma á stofu til læknis ef þörf er á áframhaldandi meðferð.

 • Allir sem nota lyf að staðaldri ættu að koma á stofu til læknis í eftirlit a.m.k. árlega.

 • Vinsamlegast farið ekki fram á annað við heilbrigðisgagnafræðinga eða lækna þar sem um samræmdar reglur er að ræða til að bæta gæði þjónustunnar.

 • Mikilvægt er fyrir sjúklinga að verða ekki lyfjalausir og því best að fá lyf endurnýjuð 3-4 dögum áður en síðasti skammtur er búinn. 
 • Reikna má með að afgreiðsla lyfja taki allt að 2 virka daga.

Símatímar vegna endurnýjunar lyfja

HVE Akranesi: Símatími heilbrigðisgagnafræðinga virka daga kl. 09:30 -10:30, s. 432 1169.

HVE Borgarnesi: Símatími heilbrigðisgagnafræðinga virka daga kl. 11-12, s. 432 1443.

HVE Búðardalur: Hægt er að endurnýja lyf símleiðis með því að hringja í heilsugæslustöðina, s. 432 1450 á opnunartíma.

HVE Grundarfirði: Símatími heilbrigðisgagnafræðinga virka daga kl. 11:00-12:00 s. 432 1358.

HVE Hólmavík: Hægt er að endurnýja lyf í símatíma læknis kl. 11:00 - 12:00. Panta þarf símatíma fyrir kl. 11:00.

HVE Hvammstanga: Símatími heilbrigðisgagnafræðinga virka daga kl. 08:00-11:00 s. 432 1300.

HVE Ólafsvík: Símatími heilbrigðisgagnafræðinga virka daga kl. 10:00—11:30, s. 432 1370.

HVE Stykkishólmi: Símatími heilbrigðisgagnafræðinga virka daga kl. 11:00-12:00 s. 432 1209.