Fara beint í efnið

Lyfjaendurnýjanir

Hægt er að endurnýja föst lyf

  • rafrænt í gegnum Heilsuveru  

  • í símatímum á heilsugæslustöðvum HVE, nánari upplýsingar eru hér fyrir neðan.

Reglur um lyfjaendurnýjanir á HVE: 

  • Lyfjaendurnýjun í síma á aðeins við um FÖST lyf.

  • Ekki verða afgreidd sýklalyf í lyfjaendurnýjun í síma, panta þarf símatíma eða viðtalstíma á stöð.

  • Eftirritunarskyld lyf eins og sterk verkjalyf  má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og þarf  að koma á stöð í eftirlit amk. 1 x  í mánuði vegna þessa.
    Markmiðið verður að draga úr þeirri lyfjanotkun eins og hægt er.

  • Róandi- eða svefnlyf, má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og mest þrisvar sinnum. Eftir það er nauðsynlegt að koma á stofu til læknis ef þörf er á áframhaldandi meðferð.

  • Allir sem nota lyf að staðaldri ættu að koma á stofu til læknis í eftirlit a.m.k. árlega.

  • Vinsamlegast farið ekki fram á annað við heilbrigðisgagnafræðinga eða lækna þar sem um samræmdar reglur er að ræða til að bæta gæði þjónustunnar.

  • Mikilvægt er fyrir sjúklinga að verða ekki lyfjalausir og því best að fá lyf endurnýjuð 3-4 dögum áður en síðasti skammtur er búinn. 

  • Reikna má með að afgreiðsla lyfja taki allt að 2 virka daga.

Hér er hægt að nálgast fræðslumyndbönd um Heilsuveru og notkun hennar.

hve-logo
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Aðalskrif­stofa

Merkigerði 9,
300 Akranes

432 1000
hve@hve.is

kt. 630909-0740

Akranes

432 1000

Borg­arnes

432 1430

Búðar­dalur

432 1450

Grund­ar­fjörður

432 1350

Hólmavík

432 1400

Hvammstangi

432 1300

Ólafsvík

432 1360

Stykk­is­hólmur

432 1200