Reglur HVE vegna COVID-19

Reglur HVE vegna COVID-19

Reglur HVE vegna COVID-19

Viðtöl á heilsugæslu

Í ljósi COVID-19 veirunnar verða gerðar eftirfarandi breytingar á opnunartíma síðdegisvaktar heilsugæslunnar á Akranesi.
Mælst er til að aðstandendur komi ekki með skjólstæðingum í viðtöl og skoðanir hjá HVE nema nauðsynlegt sé.

Dagvakt:  Bæjarbúar eru hvattir til að bóka símatíma hjá heilbrigðisstarfsmanni á heilsugæslunni til að meta þörf á komu á heilsugæslustöð ef um vakterindi er að ræða.

Siðdegisvakt:  Inngöngum á heilbrigðisstofnunina verður lokað kl 16:00 og því fellur út hefðbundin síðdegisvakt.

Allir sem telja sig þurfa þjónustu vaktlæknis þurfa að hringja í afgreiðslu 432-1000  milli 16:00-18:00 sem gefur símtal áfram á vaktlækni.

Vaktlæknir metur erindið og leysir eftir fremsta megni í gegnum síma, ef ástæða er til að skoða viðkomandi kemur hann í skoðun samkvæmt fyrirmælum læknis.

Heimsóknir á legudeildir
Framkvæmdastjórn HVE hefur í samráði við sóttvarnalækna heilbrigðisumdæmisins lokað fyrir heimsóknir ættingja og gesta allan sólarhringinn nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þessi ákvörðun gildir þar til annað verður tilkynnt formlega.

Lokunin gildir fyrir legudeildir sjúkrahússins á Akranesi, í Stykkisihólmi auk hjúkrunardeilda HVE á Hólmavík og á Hvammstanga.

Þessi íþyngjandi ákvörðun var tekin í framhaldi af því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir.

HVE bendir íbúum á að fylgjast vel með upplýsingum og kynna sér leiðbeiningar á vef Embættis landlæknis www.landlaeknir.is um stöðu mála, en þær geta breyst frá degi til dags.

Fæðingar og sængurkonur
Fæðandi konur geta aðeins haft með sér einn aðstanda, engar undantekningar frá því
Ekki er leyfilegt að aðstandendur fylgi skjólstæðingum sem koma í bókaða tíma eða bráðakomur á deildir Kvennadeildar. Þetta á einnig við um komur í meðgönguvernd og fósturgreiningu.
Heimsóknir eru ekki leyfðar á deildir Kvennadeildar nema í sérstökum undantekningartilfellum.