Reglur HVE vegna COVID-19

Reglur HVE vegna COVID-19

 

Upplýsingar um COVID-19 - Vefur EL

Uppfært 06.04.2021.

Eftirfarandi reglur gilda á HVE vegna takmörkunar á samkomum vegna farsóttar. Reglurnar gilda þar til annað verður ákveðið.

Sjúklingum sem eru inniliggjandi á legudeildum á HVE er ekki heimilt að fara í leyfi vegna COVID-19.

  • Allir sem leita þjónustu innan HVE eða koma af öðrum ástæðum þurfa að bera andlitsgímu.

Þetta gildir fyrir þá sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslustöðvum, á göngudeild, hjá sérfræðingum og í rannsóknir/meðferð. Eina undantekningin frá þessari reglu eru börn fædd 2015 og síðar.

Mikilvægt er að grímur séu rétt notaðar, sjá nánar á  https://www.covid.is/grimur-gera-gagn

  • Nálægðarmörk á milli einstaklinga eru 2 metrar.
  • Fylgja þarf leiðbeiningum um handþvott og sprittun. Allir spritti hendur við komu og brottför.
  • Hámarksfjöldi einstaklinga sem má vera í sama rými eru að hámarki 10 að starfsmönnum meðtöldum.

Þetta gildir um biðstofur heilsugæslustöðva, göngudeilda og slysa-/aðgerðastofu á Akranesi. 

Fylgdarmenn komi ekki með nema þegar öðru verður ekki við komið og þá aðeins einn.

Lengja þarf tíma milli tímabókana til að hægt sé að viðhafa þessa reglu.

Um heimsóknir til sjúklinga á legu- og hjúkrunardeildum gilda ákveðnar reglur á einstökum deildum. Nánari upplýsingar um deildir má sjá neðar á síðunni.

Sjúklingum sem eru inniliggjandi á legudeildum á HVE er ekki heimilt að fara í leyfi vegna COVID-19.

 

Heilsugæslan

Mikilvægt að allir með grun um COVID eða öndunarfæraeinkenni hafa samband við heilsugæsluna símleiðis en komi ekki óboðaðir á heilsugæsluna.

Allir sjúklingar eru skimaðir fyrir komu með skimunarspurningum.

Skoðun þeirra með grun um COVID eða með öndunarfæraeinkenni fer fram í sérstöku skoðunarrými.

Fylgdarmenn komi ekki með nema þegar öðru verður ekki við komið og þá aðeins einn.

Mæðravernd og ómskoðanir:
Aðstandandi fylgja konu í mæðravernd og ómskoðun

Ef kona hefur kvef eða önnur einkenni er hún beðin um að koma ekki í skoðun, heldur hafa símasamband.

Ung- og smábarnavernd:
Báðir foreldrar mega koma með barn í allar skoðanir í ung- og smábarnavernd.

Netspjall

Netspjall er í boði á landsvísu inn á Heilsuveru fyrir almennar fyrirspurnir frá kl. 9-12 og 13-22 virka daga og kl. 10-16 á frídögum. Einnig er hægt að ná sambandi gegnum Mínar síður á Heilsveru.

Nánari upplýsingar á  https://www.covid.is/hafa-samband  

 

Skimanir

Þeir sem hafa einkenni og telja sig þurfa skimun fyrir Covid-19  skulu hafa samband við viðkomandi heilsugæslustöð símleiðis.  

Á Akranesi og í Borgarnesi geta þeir sem eru með einkenni sem bent geta til covid pantað sýnatöku með því að fara inn á Mínar síður á Heilsuveru með rafrænum skilríkjum, sjá  https://www.heilsuvera.is

Frekari upplýsingar um skimanir má finna á vef Embættis landlæknis. 

 

Síðdegisvakt á Akranesi

Hægt er að bóka tíma á síðdegisvakt á heilsugæslunni á Akranesi.

Bóka þarf fyrirfram með símtali við hjúkrunarfræðing eða lækni á dagvinnutíma sem metur erindið og eftir atvikum gefur tíma á síðdegisvakt. Hringt er í síma 432-1000

Síðdegisvaktin er hugsuð fyrir skyndiveikindi og minniháttar óhöpp. Flóknari úrlausnarefnum og langvinnum veikindum er beint á dagvinnutíma

 

Vaktmóttaka heilsugæslunnar á Akranesi um helgar:

Um helgar þarf í öllum tilfellum að hringja í síma 1700 og bera erindið upp við hjúkrunarfræðing sem metur og gefur ráð og eftir atvikum beinir í frekari skoðun vaktlæknis.

Ekki er hægt að mæta án símtals.

 

Rannsóknadeild á Akranesi.

Hægt er að bóka tíma í blóðprufur með því að fara inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum á www.heilsuvera.is   Þeir sem ekki hafa rafræn skilríki geta pantað tíma a í síma 432 1025.

Athugið að ekki er lengur hægt að koma inn og taka númer á biðstofu.

Opið er fyrir ambulant sjúkraþjálfun.

 

Reglur um heimsóknir til sjúklinga á legudeildir HVE Akranesi
Á Akranesi á öllum deildum er heimsóknartími frá 16.00-17.00 alla daga (ekki aðgerðardaga né fæðingardag) og mega 1-2 nánir aðstandendur koma í heimsókn. 

Heimsóknir eru háðar því að gestir hafi ekki verið útsettir fyrir mögulegu covid smiti og hafi engin einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar þ.e. kvefeinkenni, hita, hósta eða önnur einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar.

 Gestir skulu nota andlitsgrímu /maska á meðan heimsókn stendur.

Allir skuli virða 2ja metra regluna.

Gestir spritti hendur þegar komið er inn á stofnunina og að heimsókn lokinni.

Gestir eiga að fara beint inn á stofu sjúklings og mega ekki vera í öðrum rýmum.

 

Viðvera aðstandenda á fæðingadeild HVE

Öll viðvera aðstandanda er háð því að viðkomandi hafi engin einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar. Aðstandendur og makar eru beðnir að viðhafa 2 m regluna sem mest gagnvart starfsfólki og fylgja fyrirmælum varðandi sóttvarnir.

Fæðingar:
Einn aðstandandi má vera með konu í fæðingu.

Sængurlega:
Aðstandanda er velkomið að dvelja með móður og barni eftir fæðingu. Gert er ráð fyrir að aðstandandi haldi sig sem mest inni á stofu hjá konunni og fari ekki í sameiginleg rými.

Keisaraskurðir:
Aðstandanda er velkomið að fylgja konu í keisaraskurð og dvelja með móður og barni í sængurlegu.

Ómskoðanir:
Aðstandandi má fylgja konu í ómskoðun.

Bráðakomur:
Konur sem fá tíma á deildinni vegna vandamála á meðgöngu eða eftir fæðingu mega hafa með sér aðstandanda í viðtal og skoðun. Aðstandandendur þurfa að vera viðbúnir því að vera beðnir um að víkja af deildinni samkvæmt fyrirmælum starfsfólks.

Um aðrar heimsóknir á deildina gilda heimsóknareglur HVE.

 

Sjúkradeild HVE í Stykkishólmi

Leyfðar eru heimsóknir til sjúklinga á heimsóknartímum kl. 15:00 - 16:00 og kl. 19:00 - 20:00. Samráð skal haft við hjúkrunarfræðing hverju sinni. 

Heimsóknir eru háðar því að gestir hafi ekki verið útsettir fyrir mögulegu covid smiti og hafi engin einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar þ.e. kvefeinkenni, hita, hósta eða önnur einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar.

Gestir skulu nota andlitsgrímu /maska á meðan heimsókn stendur.

Gestir spritti hendur þegar komið er inn á stofnunina og að heimsókn lokinni.

Allir skuli virða 2ja metra regluna.

Gestir fara beint inn á stofu sjúklings og mega ekki vera í öðrum rýmum.

 

Hjúkrunardeild HVE á Hólmavík

 Leyfðar eru heimsóknir til skjólstæðinga. Húsið er opið frá kl. 08:00 til 20:00. Samráð skal haft við starfsmenn hverju sinni. 

Heimsóknir eru háðar því að gestir hafi ekki verið útsettir fyrir mögulegu covid smiti og hafi engin einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar þ.e. kvefeinkenni, hita, hósta eða önnur einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar.

 Húsið er læst allan sólarhringinn.

Gestir skulu nota andlitsgrímu /maska á meðan heimsókn stendur.

Gestir spritti hendur þegar komið er inn á stofnunina og að heimsókn lokinni. 

Allir skuli virða 2ja metra regluna.

Gestir eiga ekki stoppa í sameiginlegum rýmum, bara fara beint inn á herbergi.

Gestum er fylgt inn og út. Hringið bjöllunni til að koma inn í húsið og bjöllunni inni í herbergi til að fara út aftur.

 

Hjúkrunardeild HVE á Hvammstanga

Inngangar eru læstir og gestir vinsamlegast hafi samband í vaktsíma s. 4321310  og hringi dyrabjöllu við komu.

Heimsóknartími er milli kl 13 og 17.

Einn gestur gestur komið í heimsókn til hvers íbúa einu sinni á dag.

 Heimsóknir eru háðar því að gestir hafi ekki verið útsettir fyrir mögulegu covid smiti og hafi engin einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar þ.e. kvefeinkenni, hita, hósta eða önnur einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar.

 Inngangar eru læstir og gestir vinsamlegast hafi samband í vaktsíma s. 4321310  og hringi dyrabjöllu við komu.

Gestir skulu nota andlitsgrímu /maska á meðan heimsókn stendur.

Gestir spritti hendur áður en komið er inn á stofnunina og að heimsókn lokinni.

Allir skuli virða 2ja metra regluna.

Gestir fari beint inn á herbergi íbúa og bíði þar eftir honum. Sé íbúi ekki í herbergi sínu sér starfsfólk um að sækja viðkomadi.

Gestir staldri ekki við á göngum eða fari í sameiginleg rými s.s borðsal eða setustofu.

Starfsfólk aðstoðar íbúa og aðstandendur við að halda sambandi t.d. í gegn um síma og spjaldtölvur.