Reglur HVE vegna COVID-19

Reglur HVE vegna COVID-19

Reglur HVE vegna COVID-19

Reglur HVE í samkomubanni frá 21. september 2020

Frá og með 21. september gildir sú regla að þeir sem leita þjónustu á starfsstöðvum HVE þurfa að bera andlitsgímu.  Þetta gildir fyrir þá sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslustöðvum, hjá sérfræðingum og í rannsóknir/meðferð.

 Aðrar reglur sem gilt hafa frá 9. september haldast óbreyttar.

Eftir sem áður gildir að reglur þessar getur þurft að endurskoða ef samfélagssmit aukast aftur eða ef Almannavarnir aflétta samkomubanni hraðar en áætlað er á þessari stundu.

Eftirfarandi reglur eru nú í gildi:
Almennt gildir að í stað 2ja metra fjarlægðarreglu gildir nú 1 metra regla. Allir gestir sem koma inn á legudeildir HVE skulu bera andlitsgrímu. Sama gildir um sjúklinga með einkenni um öndunarfærasýkingu, sem koma á heilsugæslu og göngudeildir HVE. 

Heilsugæslan
Mikilvægt að allri með grun um COVID eða öndunarfæraeinkenni hafa samband við heilsugæsluna símleiðis en komi ekki óboðaðir á heilsugæsluna. Skoðun þeirra með grun um COVID eða með öndunarfæraeinkenni fer fram í sérstöku skoðunarrými.

Mælst er til þess að hámark einn aðstandandi fylgi skjólstæðingi í viðtal sé þess þörf.

Síðdegisvakt á Akranesi
Hægt er að bóka tíma á síðdegisvakt á heilsugæslunni á Akranesi
Bóka þarf fyrirfram með símtali við hjúkrunarfræðing eða lækni á dagvinnutíma sem metur erindið og eftir atvikum gefur tíma á síðdegisvakt
Hringt er í síma 432-1000
Síðdegisvaktin er hugsuð fyrir skyndiveikindi og minniháttar óhöpp. Flóknari úrlausnarefnum og langvinnum veikindum verður beint á dagvinnutíma

Vaktmóttaka heilsugæslunnar á Akranesi um helgar:
Skipulögð móttaka heilsugæslulæknis er um helgar
Í öllum tilfellum þarf að hringja í síma 1700 og bera erindið upp við hjúkrunarfræðing sem metur og gefur ráð og eftir atvikum beinir í frekari skoðun vaktlæknis
Ekki er hægt að mæta án símtals
Móttakan er frá kl 10-12 á laugardögum og frá kl 11-12 á sunnudögum.

Biðstofur fyrir heilsugæslu, göngudeildir og slysa- /aðgerðastofu
Móttökur verði skipulagðar þannig að ekki komi til hópamyndunar á biðstofum.
Allir sjúklingar verði skimaðir fyrir komu með skimunarspurningum.
Viðhafa skal tveggja metra regluna milli stóla á biðstofu og tryggja að því sé fylgt eftir.
Fylgdarmenn komi ekki með nema þegar öðru verður ekki við komið og þá aðeins einn.
Lengja þarf tíma milli tímabókana til að koma í veg fyrir að sjúklingar séu of nálægt hvor öðrum t.d. eftir speglanir, aðgerðir og skoðanir hjá sérfræðingum.

Rannsóknadeild heldur áfram að skrá í tímabókanir, ekki opnað fyrir það að koma inn og taka númer á biðstofu. Hægt að panta tíma á www.heilsuvera.is eða í síma 432 1025.
Opið verður fyrir ambulant sjúkraþjálfun.

Sjúkrahús og hjúkrunardeildir
Reglur um heimsóknir til sjúklinga. 

HVE Akranesi
Á Akranesi á öllum deildum er heimsóknartími frá 18.30-19.30 alla daga (ekki aðgerðardaga né fæðingardag) og mega 1-2 nánir aðstandendur koma í heimsókn.

Allir heimsóknargestir eiga að nota maska. Gestir mega ekki vera með kvefeinkenni, hita, hósta eða önnur einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar. Allir skuli virða 2ja metra regluna.

Gestir eiga að fara beint inn á stofu sjúklings og mega ekki vera í öðrum rýmum.

Undanþágur frá almennum reglum:
Samráð skal haft við hjúkrunarfræðing hverju sinni um mögulegt frávik frá þessum almennu reglum. Svo sem vegna líknandi meðferðar, vegna illa áttaðra sjúklinga, barna o.s.frv.

Viðvera aðstandenda á fæðingadeild HVE
Þessar leiðbeiningar eru birtar með fyrirvara um að samfélagssmit aukist ekki á næstunni. Ef það gerist verða þessar leiðbeiningar endurskoðaðar.

Öll viðvera aðstandanda er háð því að viðkomandi hafi engin einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar. Aðstandendur og makar eru beðnir að viðhafa 2 m regluna sem mest gagnvart starfsfólki og fylgja fyrirmælum varðandi sóttvarnir.

Fæðingar:
Einn aðstandandi má vera með konu í fæðingu.

Sængurlega:
Aðstandanda er velkomið að dvelja með móður og barni eftir fæðingu. Gert er ráð fyrir að aðstandandi haldi sig sem mest inni á stofu hjá konunni og fari ekki í sameiginleg rými.

Keisaraskurðir:
Aðstandanda er velkomið að fylgja konu í keisaraskurð og dvelja með móður og barni í sængurlegu.

Ómskoðanir:
Einn aðstandandi má koma með konu í ómskoðun.

Bráðakomur:
Konur sem fá tíma á deildinni vegna vandamála á meðgöngu eða eftir fæðingu mega hafa með sér aðstandanda í viðtal og skoðun. Aðstandandendur þurfa að vera viðbúnir því að vera beðnir um að víkja af deildinni samkvæmt fyrirmælum starfsfólks.

Um aðrar heimsóknir á deildina gilda heimsóknareglur HVE.

 

Sjúkradeild HVE í Stykkishólmi
Heimsóknartími er alla daga frá kl. 15:00 til 16:00 og frá kl. 19:00 til 20:00. Aðeins 2 gestir mega koma í einu til sjúklings. Allir gestir þurfa að vera með maska og spritta hendur áður en þeir koma inn á deildina. Gestir fara beint inn á stofu til sjúklings og þurfa að virða 2 metra regluna. 
Gestir með kvefeinkenni, hita eða hósta mega ekki koma inn á deildina.

Undanþágur frá almennum reglum:
Samráð skal haft við hjúkrunarfræðing hverju sinni um mögulegt frávik frá þessum almennu reglum.  Svo sem vegna líknandi meðferðar, vegna illa áttaðra sjúklinga, barna o.s.frv.

 

Hjúkrunardeild HVE á Hólmavík
Húsið er læst allan sólarhringinn.

Heimsóknartími er milli 13-15 og 19-20. Það þarf ekki ad panta tíma en ekki mega koma nema tveir f einu til hvers heimilismanns.

Gestir eiga ekki stoppa f sameiginlegum rýmum, bara fara beint inn á herbergi og muna ad spritta hendur.

Munum ad sleppa kossum og knúsum. Gestum er fylgt inn og út. Hringið bjöllunni til ad koma inn f husið og bjöllunni inni f herbergi til að fara út aftur.

 

Hjúkrunardeild HVE á Hvammstanga:
Inngangar eru læstir og gestir vinsamlegast hafi samband í vaktsíma s. 4321310  og hringi dyrabjöllu við komu.
Heimsóknartími er milli kl 13 og 17. 
 Einn gestur gestur komið í heimsókn til hvers íbúa einu sinni á dag.
Gæta skal vel að 2ja metra reglunni.
Gestir skulu nota andlitsgrímu /maska á meðan heimsókn stendur
Gestir spritti hendur áður en komið er inn á stofnunina og að heimsókn lokinni  
Gestir fari beint inn á herbergi íbúa og bíði þar eftir honum. Sé íbúi ekki í herbergi sínu sér starfsfólk um að sækja viðkomadi.
Gestir staldri ekki við á göngum eða fari í sameiginleg rými s.s borðsal eða setustofu.
Starfsfólk aðstoðar íbúa og aðstandendur við að halda sambandi t.d. í gegn um síma og spjaldtölvur

Alls ekki koma í heimsókn ef þið hafið einhver einkenni sem samræmst gætu Covid-10  einkennum s.s kvef hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, niðurgang o.fl.