Reglur HVE vegna COVID-19

Reglur HVE vegna COVID-19

 

Upplýsingar um COVID-19 - Vefur EL

Uppfært 21.júlí 2021.

 Eftirfarandi reglur gilda á HVE vegna fjölgunar COVID-19 smita innanlands.

Grímuskylda gesta og þeirra sem sækja þjónustu innan starfsstöðva HVE

Allir sem leita þjónustu innan HVE eða koma af öðrum ástæðum þurfa að bera andlitsgímu.

Þetta gildir fyrir þá sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslustöðvum, á göngudeild, hjá sérfræðingum og í rannsóknir/meðferð. Eina undantekningin frá þessari reglu eru börn fædd 2005 og síðar.

Mikilvægt er að grímur séu rétt notaðar, sjá nánar á  https://www.covid.is/grimur-gera-gagn

Fylgja þarf leiðbeiningum um handþvott og sprittun. Allir spritti hendur við komu og brottför.

Reglur um heimsóknir

Heimsóknir á legu- og hjúkrunardeildir HVE eru háðar því að gestir hafi ekki verið útsettir fyrir mögulegu Covid smiti.

Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir hafa einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar þ.e. kvefeinkenni, hita, hósta eða önnur einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar.

  • Gestir skulu nota andlitsgrímu /maska á meðan heimsókn stendur.
  • Gestir spritti hendur þegar komið er inn á stofnunina og að heimsókn lokinni.
  • Gestir eiga að fara beint inn á stofu sjúklings/herbergi íbúa og mega ekki staldra við á göngum eða í öðrum rýmum s.s. setustofu.

 Heimsóknartímar á legudeildir HVE Akranesi

Á legudeildum HVE Akranesi er heimsóknartími frá 16:00-17:00 alla daga (ekki aðgerðardaga né fæðingardag) og mega 1-2 nánir aðstandendur koma í heimsókn. A.ö.l. eru heimsóknir í samráði við hjúkrunarfræðing.

 Heimsóknartímar á Hólmavík og á Hvammstanga 

Heimsóknartími er milli kl. 13 og 17 og mega 1-2 nánir aðstandendur koma í heimsókn. A.ö.l. eru heimsóknir í samráði við hjúkrunarfræðing.