Heimsóknartímar

Heimsóknartímar

Heimsóknartímar á legudeildum HVE

Legudeildir HVE Akranesi
Almennir heimsóknartímar til sjúklinga eru kl. 15:30 - 16:00 og kl. 19:00-19:30.
Kvöldheimsóknartímar til sængurkvenna, kl. 19:00 - 19:30, eru einkum ætlaðir feðrum.
Biðdeild: Almennir heimsóknartímar kl. 15:00 - 21:00.
Að öðru leyti eru heimsóknartímar eftir samkomulagi.

Upplýsingar til aðstandenda um líðan sjúklinga eru veittar sem hér segir, athugið að upplýsingar eru aðeins veittar til skráðra aðstandenda.
Lyflækningadeild (A-deild) frá kl. 11-12 og kl. 19-20 s. 432 1100
Handlækningadeild (B-deild) frá kl. 11-12 og kl. 19-20 s. 432 1110
Kvennadeild (C-deild) frá kl. 11-12 og kl. 19-20 s.432 1113

Hjúkrunardeild HVE Hólmavík
Ekki er um sérstaka heimsóknartíma að ræða, en ekki er æskilegt að fólk komi í heimsóknir snemma morguns eða seint á kvöldin.

Hjúkrunar- og sjúkradeild HVE Hvammstanga
Ekki er um neina sérstaka heimsóknartíma að ræða, en ekki er æskilegt að fólk komi í heimsóknir snemma morguns eða seint á kvöldin.
Upplýsingar til aðstandenda um líðan sjúklinga eru veittar í síma 432 1310.

Legudeildir HVE Stykkishólmi
Heimsóknartímar eru frá kl. 15:00 - 16:00 og 19:00 - 20:00
Ef aðstandendur koma utan þess tíma eru þeir beðnir um að hafa samband við hjúkrunarfræðing á vakt.