Fara beint í efnið

Um HVE

Heilbrigðisstofnun Vesturlands veitir fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Þjónustan er veitt íbúum umdæmisins og öðrum sem eftir henni leita.

Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi.

Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks. HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.

Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum þ.e. heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasvið.

Heilsugæslusvið

Hlutverk heilsugæslusviðs er að veita læknis-, hjúkrunar- og geðheilbrigðisþjónustu, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónustu, annast sjúkraflutninga og starfrækja geðheilsuteymi sem sinnir annars stigs heilbrigðisþjónustu.

Á starfsssvæðinu eru átta heilsugæslustöðvar.

Hjúkrunarsvið

Hlutverk hjúkrunarsviðs er að starfrækja hjúkrunarheimili/-deildir á fjórum stöðum þ.e. Silfurtún í Búðardal, hjúkrunadeild á Hólmavík, hjúkrunardeild á Hvammstanga og Systraskjól í Stykkishólmi. Boðið er upp á hvíldar- og endurhæfingarinnlagnir til að styðja við möguleika einstaklinga til að búa á eigin heimili eins lengi og kostur er.

Sjúkrasvið

Hlutverk sjúkrasviðs er að starfrækja umdæmissjúkrahús á Akranesi sem þjónar íbúum heilbrigðisumdæmis Vesturlands og öðrum sem eftir þjónustu leita. Sérstök áhersla er lögð á örugga sólarhringsþjónustu. Auk fyrsta stigs sjúkrahúsþjónustu er þar veitt fjölbreytt sérfræðiþjónusta á sviði lyflækninga, skurðlækninga, bæklunarlækninga, kvensjúkdómalækninga og fæðingahjálpar ásamt endurhæfingu, rannsókna- og myndgreiningaþjónustu fyrir inniliggjandi sjúklinga og á göngudeildum. Auk þess er fjölbreytt göngudeildarþjónusta sérfræðilækna við sjúkrahúsið.

Í Stykkishólmi er sérhæfð endurhæfingardeild sem sinnir meðferð við háls- og bakverkjum sem stendur öllum landsmönnum til boða auk fjögurra almennra sjúkrarýma.

Eftirtalin sveitarfélög tilheyra heilbrigðisumdæmi Vesturlands

Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, sveitarfélagið Stykkishólmur, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur og Húnaþing vestra.

hve-logo
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Aðalskrif­stofa

Merkigerði 9,
300 Akranes

432 1000
hve@hve.is

kt. 630909-0740

Akranes

432 1000

Borg­arnes

432 1430

Búðar­dalur

432 1450

Grund­ar­fjörður

432 1350

Hólmavík

432 1400

Hvammstangi

432 1300

Ólafsvík

432 1360

Stykk­is­hólmur

432 1200