Um HVE

Um HVE

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) samanstendur af átta starfsstöðvum á Vesturlandi. Á svæðinu eru reknar átta heilsugæslustöðvar og á fjórum stöðum eru rekin sjúkrahús og/eða hjúkrunardeildir.

HVE veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Þjónustan er veitt íbúum umdæmisins og öðrum sem eftir henni leita. Hlutverk heilsugæslusviðs er að veita almenna læknisþjónustu, hjúkrun, heilsuvernd, forvarnir, slysa– og bráðaþjónustu og annast sjúkraflutinga. Hlutverk sjúkrasviðs er að starfrækja umdæmissjúkrahús, almenn sjúkrarými og endurhæfingu. Hlutverk hjúkrunarsviðs er að starfrækja hjúkrunarrými á starfssvæðinu þar sem slík þjónusta er ekki veitt af öðrum.

Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks. HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.

Íbúafjöldi svæðisins er rúmlega 18 þúsund.

Skipurit HVE

Hlutverk og stefna

Framkvæmdastjórn

Með vísan til 12. gr laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 er framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands skipuð forstjóra, framkvæmdastjóra lækninga og rekstrar og framkvæmdastjóra hjúkrunar og rekstrar:

Sviðsstjóri lækninga og/eða hjúkrunar á  heilsugæslusviði og framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar sitja jafnframt alla fundi framkvæmdastjórnar með málfrelsi og tillögurétt.

Framkvæmdastjórn kemur saman til fundar alla  miðvikudaga kl. 9:15.

Starfsemisupplýsingar

Reglur í starfsemi HVE

Lög og reglugerðir

Úr sögu HVE

Heilbrigðisstofnun Vesturlands var formlega stofnsett 1. janúar 2010. Með því urðu að einni stjórnsýslulegri heild átta sjálfstæðar stofnanir á Vesturlandi. Allar þessar stofnanir höfðu áður tilheyrt heilbrigðisumdæmi Vesturlands, sbr. reglugerð nr. 785/2007 þótt tvær þeirra séu í raun utan hinnar hefðubundnu landshlutaskiptingar.