Rannsóknir

Rannsóknir

Panta þarf tíma í blóðprufu og til að skila sýnum. Hægt er að bóka á www.heilsuvera.is eða í s. 432 1025 kl. 11-12 alla virka daga.  Dagvinna er á rannsóknastofunni frá 8-16 og bakvakt eftir það allan sólarhringinn.
Við deildina starfa fimm lífeindafræðingar, auk tveggja sjúkraliða.
Fjöldi rannsókna á deildinni er rúmlega 350 þúsund á ári eftir tæpl. 20 þúsund beiðnum.

Í nóvember 2008 tók rannsóknastofan upp Flexlab tölvukerfi í samvinnu við rannsóknastofu LSH. Frá og með þeim tíma fara öll svör í blóðmeinafræði og klínískri lífefnafræði í sameiginlegan grunn með svörum frá LSH, HSU og HSS og eru þar með aðgengileg læknum HVE um leið og lífeindafræðingur staðfestir svörin.

Rannsóknardeildin þjónar öllum starfsstöðvum HVE. Á starfsstöðvunum eru teknar blóðprufur eftir tilvísun lækna og sýnin send á Rannsóknardeild HVE á Akranesi. Niðurstöður birtast í sameiginlega gagnagrunninum strax og vinnslu er lokið. 

Helstu þættir starfseminnar eru:

  • Blóðmeinafræði. Gerðar eru blóðkornarannsóknir, blóðstrok, vökvarannsóknir, storkurannsóknir.
  • Klínísk lífefnafræði. Gerðar eru lífefnafræðilegar rannsóknir til greiningar á sjúkdómum, til mats á áhættu á að fá sjúkdóma og til að fylgja eftir meðferð. Boðið er upp á allar algengar meinefnafræðirannsóknir.
  • Sýklafræði. Meginstarfssvið sýklafræðideildarinnar er þjónusturannsóknir fyrir sjúkrahúsið og heilsugæslustöðvarnar á starfssvæði HVE. Rannsóknastofan fæst við almennar bakteríuræktanir.
  • Blóðbanki. Á rannsóknastofunni eru gerðar blóðflokkanir og X-próf. Í sérstökum blóðgeymslukæli er ávallt til ákveðinn fjöldi eininga af rauðblóðkorna þykkni og í frysti er ávallt til ákveðinn fjöldi af frosnu plasma. 

Deildin er til húsa á jarðhæð í elsta hluta sjúkrahússins. Auðveldast er fyrir fólk utan úr bæ að koma inn um gamla aðalanddyrið Heiðarbrautar megin.
Sími 432 1020 (aðanúmer)
sími 432 1025 (tímapantanir kl. 11-12 virka daga)
Netfang  rannsokn@hve.is  og bjarki.halldorsson@hve.is