Myndgreining

Myndgreining

Myndgreiningadeild HVE Akranesi sinnir öllum almennum röntgen- tölvusneiðmynda- og ómrannsóknum á sjúklingum sjúkrahússins og einnig á utanspítalasjúklingum. Allar rannsóknir sem gerðar eru á deildinni eru á tölvutæku formi og eru vistaðar í sameiginlegum gagnagrunni á LSH. Úrlestur rannsókna fer yfirleitt fram samdægurs og læknar HVE hafa rafrænan aðgang að niðurstöðum.

Á nokkrum starfsstöðvum HVE fer fram takmörkuð myndgreiningaþjónusta. Þessi þjónusta takmarkast við bráðar myndatökur af lungum og útlimum.  Úrlestur þessara rannsókna fer fram á sama hátt og hjá myndgreiningadeildinni á Akranesi og læknar hafa rafrænan aðgang að niðurstöðum. 

Við deildina starfa þrír geislafræðingar. Röntgenlæknar koma einu sinni í viku. Deildin er opin kl. 8 - 15 virka daga, en utan dagvinnutíma er bakvakt til miðnættis virka daga en sólarhringsbakvakt um helgar og helgidaga.

Á deildinni eru framkvæmdar rúmlega 6000 rannsóknir á ári. Skipting er þannig að um það bil 40% sjúklinga eru inniliggjandi og um 60% utanspítala.

Deildin er staðsett á 1. hæð sjúkrahússins á læknagangi.
Sími 432 1090
Netfang rontgen@hve.is