Endurhæfing

Endurhæfing á HVE

Endurhæfing á HVE Akranesi

Endurhæfing er hluti af þeirri læknisþjónustu sem veitt er við HVE Akranesi. Markmið er að veita almenna alhliða endurhæfingu og hefur megináhersla verið lögð á þjónustu við inniliggjandi sjúklinga á öllum deildum stofnunarinnar. Jafnframt er veitt göngudeildarþjónusta. Til endurhæfingar heyra sjúkra- og iðjuþjálfun.
Við deildina eru starfandi tveir sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfi og sjúkraliði.

Aðalverkefni sjúkraþjálfunar eru: Færniþjálfun og æfingar, vöðvategjur, tog og liðlosun, hiti og kæling, nudd, rafmagnsmeðferð, ráðgjöf og fræðsla, skoðun og prófanir.
Sjúkraþjálfun sinnir einnig hlutverki hreyfistjóra sem tekur við hreyfiseðlum. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði sem læknir skrifar upp á í samráði við sjúkling og er ávísun á hreyfingu eftir forskrift. Sjúklingi er vísað til hreyfistjóra sem útbýr hreyfiáætlun í samráði við hann. Sjúklingurinn framfylgir áætluninni upp á eigin spýtur en undir eftirliti hreyfistjóra sem fylgist með árangri og meðferðarheldni.

Aðalverkefni iðjuþjálfunar eru: Æfingameðferð, færnimat og færniþjálfun, vitrænt mat og þjálfun, hjálpartæki, mat á þörf og aðlögun, heimilisathuganir, virkni og viðhaldsþjálfun, fræðsla /forvarnir /ráðgjöf, einnig samstarf við heimahjúkrun á Akranesi.

Deildin er staðsett í jarðhæð heilsugæsluálmu.
Sími (sjúkraþjálfun) 432 1167 og 432 1166 
Sími (iðjuþjálfun) 432 1160

Endurhæfing á HVE Stykkishólmi

Endurhæfing á HVE Stykkishólmi
Endurhæfingardeild HVE Stykkishólmi þjónustar inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsinu, þ.e. háls- og bakdeild og almennri sjúkradeild og er þannig hluti af þeirri læknisþjónustu sem veitt er á spítalanum. Einnig er veitt göngudeildarþjónusta, sem einkum gagnast íbúum svæðisins.
Á endurhæfingardeildinni starfa 5-6 sjúkraþjálfarar ásamt deildarritara.

Endurhæfingardeildin hefur aðstöðu á tveimur stöðum í húsinu. Annars vegar á jarðhæð þar sem aðallega fer fram göngudeildarstarfsemi, hins vegar á fyrstu hæð þar einkum fer fram meðhöndlun inniliggjandi sjúklinga á háls- og bakdeild. Aðstaðan er svo nýtt eftir þörfum þar fyrir utan. Aðstaðan á fyrstu hæð var tekin í notkun árið 2002. Alls nemur húsrými Endurhæfingardeildar um 520 m2. Einnig á deildin samstarf við Sundlaug Stykkishólms varðandi notkun fyrir bæði hóp- og einstaklingsmeðferð/-æfingar.

Yfirlit yfir sögu endurhæfingar í Stykkishólmi...

Á Háls- og bakdeild felst meðferð í sérhæfðum aðferðum og æfingaprógrammi, sem sjúklingar eiga að fylgja sjálfir eftir útskrift, fræðslu og kennslu varðandi líkamsbeitingu og líkamsstjórn. Sjúklingarnir mæta til sjúkraþjálfara að meðaltali 2x á dag og auk þess í hópæfingar í sundlaug 1x á dag. Endurhæfing er þannig mjög stór hluti meðferðar á háls- og bakdeild.
Á sjúkradeild er sjúklingum veitt sú meðferð sem þurfa þykir hverju sinni. Þar er unnið að því að viðhalda og/eða bæta líkamlegt ástand sjúklinga með liðkandi og styrkjandi æfingum, færniæfingum, verkjameðferð og almennri endurhæfingu.

Sími: 432-1280