Stykkishólmur

Hjúkrunar- og sjúkrasvið HVE Stykkishólmi

Sjúkrahúsið er ekki formlega deildaskipt. Á 2. hæðinni er 6-8 rúma legudeild þar af 3 hjúkrunarrými.  Einnig er rekin 5 daga sérhæfð 13 rúma háls- og bakdeild sem tekur við sjúklingum alls staðar af á landinu.

Upplýsingar um heimsóknartíma...

Legudeildir HVE Stykkishólmi

Háls- og bakdeild...

Sjúkradeild

Deildini er 6-8 rúma almenn legudeild, metið eftir umfangi hjúkrunar þeirra sjúklinga sem liggja inni hverju sinni. 
Skipulag hjúkrunar er hóphjúkrun. Hver sjúklingur hefur sína tengla þ.e. hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði eða starfsmaður. Tengillinn fylgist nánar með skjólstæðingi sínum og sér um að hann hafi allt sem hann þarfnast.
Dagdeild legudeildar er rekin í tengslum við sjúkradeildina. Þar fer fram þjónusta við ferlisjúklinga sem koma m.a. inn til lyfjagjafa og blóðgjafa.

Stoð- og þjónustudeildir

Aðgerðastofa
Aðgerðastofa er staðsett á 3. hæð sjúkrahússins og er opin 10 mánuði á ári, alla þriðjudaga og fimmtudaga. Þar starfa auk læknis, hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði.

Allar sprautumeðferðir sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsinu í tengslum við meðferð á háls- og bakvandamálum fara fram á aðgerðastofu og er deildin mjög vel tækjum búin til þess, m.a. er þar gott gegnumlýsingartæki.
Deildin hefur til umráða þriggja rúma stofu, eins konar vöknun, þar sem einstaklingar jafna sig eftir þörfum að aðgerð lokinni.
Í tengslum við aðgerðastofuna er einnig starfrækt sótthreinsun sem sér um að sótthreinsa það sem þarf fyrir allar deildir HVE Stykkishólmi og Stykkishólmsapótek.

Sjúklingar eru settir á biðlista fyrir aðgerðir, speglanir o.s.frv. eftir skoðun hjá sérfræðingi eða skv.tilvísun frá öðrum læknum.

Sími 432 1200

Endurhæfing
Endurhæfingardeild HVE Stykkishólmi þjónustar inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsinu, þ.e. háls- og bakdeild og almennri sjúkradeild og er þannig hluti af þeirri læknisþjónustu sem veitt er á spítalanum. Einnig er veitt göngudeildarþjónusta, sem einkum gagnast íbúum svæðisins.  Meira...