Hjúkrunarsvið HVE Hólmavík
Hjúkrunardeild
Á hjúkrunardeildinni eru átta einstaklingsherbergi og tvær litlar íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tvo einstaklinga hvor, auk sjúkra- og iðjuþjálfunaraðstöðu.
Hjúkrunardeildin var byggð á árunum 1948-50 sem læknabústaður og sjúkraskýli. Árið 2003 var tekin í notkun ný viðbygging, samhliða því voru gerðar endurbætur á eldra húsnæði sem bættu alla aðstöðu heimilismanna og starfsfólks.
Aðilar úr félagi eldri borgara á Hólmavík hafa fasta viðveru eftir hádegi á miðvikudögum. Þeir sjá um ýmsar uppákomur t.d upplestur úr bókum og blöðum, stjórna samsöng og spila undir á hin ýmsu hljóðfæri. Þessar samverustundir eru íbúum gulls ígildii.
Sími á vaktstofu 432 1406
Sími heimilismanna 432 1405