Fæðingar - meðganga - sængurlega

Meðganga
Á deildina leggjast inn konur á meðgöngu vegna ýmissa fylgikvilla, s.s. ógleði, uppkasta, háþrýstings, meðgöngueitrunar, blæðinga, hótandi fyrirburafæðingar, blæðinga, til hvíldar og af ýmsum öðrum orsökum.

Fæðing og sængurlega
Deildin býður upp á fjölbreytta og örugga þjónustu við konur í fæðingu. Á deildinni er notaleg og heimilisleg aðstaða fyrir fæðingar og sængurlegu. Tvær velbúnar fæðingastofur eru á deildinni. Meðal annars er boðið upp á fjölskylduherbergi með hjónarúmi þar sem foreldrarnir geta verið saman fyrsta sólarhringinn eftir fæðingu.

Starfsfólk hefur að leiðarljósi að veita konum, nýfæddum börnum þeirra og aðstandendum þá bestu umönnun, þjónustu og meðferð sem völ er á.

Til að létta konum fæðinguna og draga úr hríðarverkjum er boðið upp á ýmis konar verkjameðferð ef konan óskar þess, t.d. glaðloft, hryggdeyfingu (epidural), ýmis konar nudd, meðferð í vatni og vatnsbóludeyfingu. Sumar ljósmæðurnar geta boðið upp á nálarstungumeðferð.
Leitast er við að tryggja öryggi barns og móður og veita þá bestu meðferð sem völ er á hverju sinni. Skurðstofuvakt er allan sólarhringinn og því ávallt hægt að grípa inn í gang fæðingar ef þörf krefur. Á deildinni eru gerðir 30-40 keisaraskurðir árlega.

Símanúmer fæðingadeildar er 432 1113, opið allan sólarhringinn.