Sjúkrasvið HVE Akranesi

HVE á Akranesi er deildaskipt umdæmissjúkrahús. Legudeildirnar eru þrjár, nokkrar dag- og göngudeildir,  skurð og svæfingadeild ásamt stoð- og þjónustudeildum.

Upplýsingar um heimsóknartíma...

Legudeildir

Handlækningadeild
Handlækningadeild er 10 rúma legudeild sem veitir alla almenna þjónustu á sviði handlækninga, bráðatilvika og slysa.
Á deildinni er vaktþjónusta sérfræðings allan sólarhringinn.  Sérfræðiþekking er í almennum skurðlækningum, bæklunarskurðlækningum, þvagfæraskurðlækningum og háls- nef- og eyrnalækningum.
Að auki framkvæma læknar deildarinnar fjölda aðgerða á  dagdeild skurðdeildar.

Kvennadeild
Kvennadeildin er 10 rúma legudeild með sólarhrings vaktþjónustu.  Meginhlutverk deildarinnar er að veita alla almenna þjónustu og bráðaþjónustu tengda kvensjúkdómum, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. 
Læknar deildarinnar framkvæma allar helstu aðgerðir tengdar kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, bæði á inniliggjandi sjúklingum sem og á ferlisjúklingum á dagdeild skurðdeildar. 
Deildin sinnir einnig dagdeildarþjónustu á meðgöngu og eftir fæðingu. 

Meira um fæðingar, meðgöngu og sængurlegu...

Lyflækningadeild
Lyflækningadeildin er 18 rúma legudeild sem veitir almenna og bráða þjónustu í lyflækningum.  Auk þess sinnir deildin sjúklingum með langvinna sjúkdóma.  Þá tekur deildin einnig við sjúklingum í stuttar hvíldar– og endurhæfingarinnlagnir. 
Á lyflækningadeildinni er vaktþjónusta sérfræðings allan sólarhringinn og til staðar er sérfræðiþekking  í almennum lyflækningum, meltingarfærasjúkdómum, hjartasjúkdómum og lungnasjúkdómum.

Skurð - og svæfingadeild

Deildinni tilheyra skurðstofur, svæfingadeild og dagdeild skurðdeildar. Deildin hefur til umráða þrjár skurðstofur, vöknun og aðstöðu fyrir dagdeildarsjúklinga. Við deildina starfa tveir svæfingalæknar og ásamt þeim skurðhjúkrunarfræðingar, svæfingahjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, almennt starfsfólk og ræstingafólk, auk sérfræðinga sem getið er hér á eftir.
Árlega eru gerðar um það bil 2000 aðgerðir á deildinni. Á deildinni er vaktþjónusta allan sólarhringinn.

Helstu aðgerðir á deildinni eru
• Kviðsjáraðgerðir, s.s. kviðslitsaðgerðir, gallblöðrutökur, greiningarspeglanir o.fl.
• Almennar skurðlækningar, s.s. ristil- og smágirnisaðgerðir, kviðslitsaðgerðir, endaþarmsaðgerðir, auk þess krabbameinsaðgerðir, t.d. v/ristilkrabbameins. Botnlangaaðgerðir.
• Bæklunarskurðaðgerðir m/áherslu á liðskiptiaðgerðir á mjöðmum og hnjám, táskekkjuaðg., liðspeglanir.
• Háls- nef- og eyrnaaðgerðir, s.s. háls- og nefkirtlatökur, rör, ástungur, ýmis konar nefaðgerðir, slysaaðgerðir vegna áverka á andlitsbeinum o.fl.
• Kvensjúkdómaaðgerðir, s.s. ýmsar stærri aðgerðir tengdar kvensjúkdómum, svo sem legnám, brottnám eggjastokka og eggjaleiðara, aðgerðir vegna blöðru-, leg- og endaþarmssigs o.fl.
• Ýmsar smærri aðgerðir vegna kvensjúkdóma, s.s. kviðarholsspeglanir, blöðruspeglanir, aðgerðir vegna þvagleka, útskaf, ófrjósemisaðgerðir, fóstureyðingar ofl.
• Keisaraskurðir, bráðakeisarar, fæðingaaðgerðir.

Starfsemi svæfingadeildar
• Svæfingar og deyfingar í ofangreindum aðgerðum.
• Verkjameðferð vegna bráðra- og langvinnra verkja v/slysa og sjúkdóma.
• Ísetning holæðarleggja o.fl.
• Flutningur slasaðra og mikið veikra sjúklinga t.d. á önnur sjúkrahús.

Deildin er staðsett á skurðstofugangi á 2. hæð sjúkrahússins.
Sími 432 1140
Tölvupóstur dagdeild@hve.is

Símatímar hjúkrunarfræðings á Dagdeild, þar sem m.a. er svarað fyrirspurnum um aðgerðartíma, er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13 - 14.  Hringið í síma 432 1000.

Dag- og göngudeildir

Dagdeild skurðdeildar
Á deildinni eru framkvæmdar aðgerðir, sem ekki þarfnast innlagnar á sjúkrahús, í almennum skurðlækningum, bæklunarskurðlækningum, þvagfæraskurðlækningum, háls- nef- og eyrnalækningum og kvensjúkdómum. Auk þess eru á deildinni gerðar tannaðgerðir sem þarfnast svæfinga.
Aðgerðir eru framkvæmdar af sérfræðingum sjúkrahússins en tannaðgerðir eru framkvæmdar af sérfræðingum utan stofnunar.
Biðlistar og innkallanir í aðgerðir
Hjúkrunarfræðingur á dagdeild hefur umsjón með biðlistum skurðlækna og sér um að kalla sjúklinga inn í aðgerðir. Meginreglan er sú að sjúklingar eru kallaðir inn með a.m.k. viku fyrirvara.
Símatími hjúkrunarfræðings vegna biðlista er kl. 13:00-14:00 alla virka daga.
Dagdeildi skurðdeildar er opin alla virka daga kl. 08:00 - 16:00. 
Deildin er staðsett á skurðstofugangi á 2. hæð sjúkrahússins.
Tölvupóstur dagdeild@hve.is

Dagdeild kvenna
Ljósmæður og læknar sinna göngudeildarþjónustu við konur sem sjálfar leita á deildina eða eru sendar þangað af læknum og ljósmæðrum í eftirlit fyrir eða eftir fæðingu. Helstu ástæður eru m.a. samdrættir á meðgöngu, minnkaðar hreyfingar fósturs, óregla á fósturhjartslætti, grunur um vaxtarseinkun og eftirlit með fjölburameðgöngu. Einnig ýmis konar brjóstavandamál fyrstu dagana eftir fæðingu.
Deildin veitir þjónustu allan sólarhringinn. 
Deildin er staðsett á Kvennadeild í norðurálmu á 2. hæð sjúkrahússins.
Sími 432 1113
Tölvupóstur c-deild@hve.is

Slysa- og göngudeild
Starfsemi deildarinnar skiptist í eftirfarandi þætti
• Slysa- og bráðamóttaka
• Endurkomur vegna slysa
• Sérhæfð sárameðferð
• Meltingarfæraspeglanir
• Minni aðgerðir
• Lyfja- og blóðgjafir sjúklinga á göngudeild
• Lífeðlisfræðilegar rannsóknir
• Innskriftir aðgerðasjúklinga

Deildin er opin kl. 8 - 16 virka daga, auk þess er bráðaþjónusta allan sólarhringinn en þeirri þjónustu er sinnt frá handlækningadeild eftir kl. 16.
Árlega eru nýkomur vegna slysa tæplega 2000 og endurkomur 16-1700 talsins. Heildarfjöldi aðgerða á deildinni eru ríflega 1000 árlega, þar með taldar speglanir sem eru yfirleitt um það bil 600 á ári.
Á deildinni starfa tveir hjúkrunarfræðingar. Aðstoðarlæknar sjúkrahússins sinna hverju sinni móttöku slasaðra og endurkomum. Auk þess sinna sérfræðingar sjúklingum deildarinnar eftir aðstæðum hverju sinni. 
Deildin er staðsett á 1. hæð sjúkrahússins, á læknagangi.
Sími 432 1040
Tölvupóstur slysadeild@hve.is

Stoð- og þjónustudeildir

Myndgreiningadeild 
Deildin sinnir öllum almennum röntgen- tölvusneiðmynda- og ómrannsóknum á sjúklingum sjúkrahússins og einnig á utanspítalasjúklingum. Stærstur hluti sjúklinga sem leita á deildina eru utanspítalasjúklingar sem koma frá öllu þjónustusvæði HVE.  Meira...

Rannsóknadeild
Rannsóknardeildin þjónar öllum starfsstöðvum HVE. Á starfsstöðvunum eru teknar blóðprufur eftir tilvísun lækna og sýnin send á Rannsóknardeild HVE á Akranesi. Niðurstöður birtast í sameiginlega gagnagrunninum strax og vinnslu er lokið.  Meira...

Endurhæfing
Endurhæfing er hluti af þeirri læknisþjónustu sem veitt er við HVE Akranesi. Markmið er að veita almenna alhliða endurhæfingu og hefur megináhersla verið lögð á þjónustu við inniliggjandi sjúklinga á öllum deildum stofnunarinnar. Jafnframt er veitt göngudeildarþjónusta. Til endurhæfingar heyra sjúkra- og iðjuþjálfun. Meira...

Heilbrigðisgagnadeild
Meginhlutverk deildarinnar er meðferð heilbrigðisupplýsinga, s.s. skipuleg skráning, kóðun, úrvinnsla og vistun. Deildin annast m.a. skjalastjórnun, eftirlit með meðferð upplýsinga ásamt miðlun þeirra til lögmætra aðila innan heilbrigðiskerfisins. Auk þess sér deildin um kennslu og gæðaeftirlit með skráningu í rafræna sjúkraskrá ásamt mörgum öðrum fjölbreyttum verkefnum er varða meðferð sjúkraskrár og sjúkraskrárupplýsinga.
Starfsemin byggist á faglegri þekkingu heilbrigðisgagnafræðinga og unnið er samkvæmt gildandi reglum á HVE.
Við deildina starfa auk deildarstjóra sex heilbrigðisgagnafræðingar og ritari við skjalavörslu í samtals 7,5 stöðugildum. Auk þess hefur deildin tekið nema í starfsþjálfun í allt að sex mánuði í senn.
Deildin er staðsett á 1. hæð í norðausturálmu elsta hluta sjúkrahússins. 
Deildin er opin á dagvinnutíma kl. 8-16 alla virka daga.
Sími 432 1030
Netfang laeknaritarar@hve.is    

Eldhús
Eldhúsið sér um að þjónusta sjúklinga og starfsfólk í mat og drykk. Meðalfjöldi hádegismatarskammta eru í kringum 120 talsins. Auk þess sér starfsfólk í eldhúsi um veitingar í veislum og á fundum sem haldnir eru á vegum stofnunarinnar.
Eldhúsið er staðsett á 1. hæð, norðausturálmu.
Sími 432 1151 (bryti)
Sími 432 1153 (eldhús)
Netfang bjarni.olafsson@hve.is 

Ræsting
Starfsfólk í ræstingu og býtibúri starfar á öllum deildum stofnunarinnar. Meiri hluti starfseminnar fer fram á dagvinnutíma en hluti, þar með talin vinna á legudeildum á kvöldin og um helgar.
Mikil áhersla er lögð á sýkingavarnir og vönduð vinnubrögð. Starfsfólk vinnur samkvæmt skráðum verkferlum sem ræstingastjóri skipuleggur. Þetta verklag er mikilvægur hlekkur í starfsemi stofnunarinnar.
Sími 432 1099

Viðhaldsdeild
Viðhalds og tæknideild HVE hefur umsjón með húsnæði og tækjum stofnunnarinnar. Starfsmenn hennar sinna almennu viðhaldi í samstarfi við Ríkiseignir. Starfsmenn starfa einnig við húsvörslu og sjúkraflutninga. 
Deildin er staðsett í kjallara sjúkrahússins.
Sími 432 1158.
Netfang er halldor.hallgrimsson@hve.is