Ung- og smábarnavernd

Ung- og smábarnavernd

Markmið

Markmið ung- og smábarnaverndar er að stuðla að því að börn fái að þroskast við þau bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.

Með reglubundnum skoðunum er fylgst með heilsufari og þroska barna frá fæðingu til skólaaldurs og boðið upp á ónæmisaðgerðir.  Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna með fræðslu og ráðgjöf og þannig stuðlað að því að börnunum sé búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma.  Mikilvægt er að uppgötva sem fyrst frávik hvað heilsufar og þroska varðar og gera viðeigandi ráðatafanir.

Unnið er eftir leiðbeiningum landlæknis um ung- og smábarnavernd.

Fyrirkomulag

Skömmu eftir fæðingu berst fæðingatilkynning á þá heilsugæslustöð sem sinnir svæðinu sem barnið býr á. Foreldrum er ráðlagt að hafa samband við sína heilsugæslustöð fljótlega eftir að heim er komið af fæðingadeildinni.

Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og að koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir. Í heimavitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi ummönnun barnsins og eigin líðan.

Þegar barnið er sex vikna gamalt er læknisskoðun á heilsugæslustöð og við 3ja mánaða aldur hefjast bólusetningar. Hefðbundnar bólusetningar eru framkvæmdar samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu. Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd umfram þessar skipulögðu skoðanir.

Fræðsla

Skoðanir í ung- og smábarnavernd

Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef þeir geta ekki mætt í bókaða tíma og geri ráðstafanir til að fá annan tíma.

Ef barnið er veikt á ekki að koma með það í ungbarnavernd, heldur leita til heilsugæslulæknis.

Foreldrar eru hvattir til að leita til hjúkrunarfræðinga ung- og smábarnaverndar eftir ráðgjöf og fræðslu

 HVE Akranesi
Tímapantanir í síma 432 1000.
Hjúkrunarfræðingur ung-og smábarnaverndar er Ragnheiður Björnsdóttir, s. 432 1070, netfang ragnheidur.bjornsdottir@hve.is 

HVE Borgarnesi
Tímapantanir og óskir um símaviðtal í síma 432 1430.
Ungbarnavernd er á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

HVE Búðardal
Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Ungbarnavernd í Búðardal er á miðvikudögum kl. 13:30 - 15:00 og á Reykhólum á mánudögum kl. 13:00 - 16:00.

HVE Grundarfirði
Tímapantanir í síma 432 1350.
Skoðanir á fimmtudögum eftir hádegi.

HVE Hólmavík
Tímapantanir í síma 432 1400.
Skoðanir á þriðjudögum kl. 09:00 - 11:00.

HVE Hvammstanga
Tímapantanir í síma 432 1300.
Skoðanir á miðvikudögum.

HVE Ólafsvík
Tímapantanir í síma 432 1360.
Skoðanir á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 09:00 - 12:00.

HVE Stykkishólmi
Tímapantanir og óskir um símaviðtal í síma 432 1200.