Sjúkraflutningar

Sjúkraflutningar

Undir starfssvæði sjúkraflutninga hjá HVE heyra átta starfsstöðvar þ.e. Akranes, Borgarnes, Búðardalur, Grundarfjörður, Hólmavík, Hvammstangi, Ólafsvík og Stykkishólmur.
Á þessum starfsstöðvum eru 16 sjúkrabifreiðar og 50 sjúkraflutningamenn með menntun sjúkraflutningamanna og viðbótarmenntun í neyðarflutningum.

Gríðarleg aukning hefur verið á sjúkraflutningum í umdæminu síðustu ár, sem að hluta til má rekja til aukins fjölda ferðamanna á svæðinu. 

Fjöldi sjúkraflutninga á svæðinu eru rúmlega 2000 á ári (2016).

Allar sjúkrabifreiðarnar eru eins búnar, en helsti búnaður sjúkrabifreiðar er: Hjartarafstuðtæki, súrefni, tæki til öndunarhjálpar, búnaður til lyfjagjafar, búnaður til að aðstoða við fæðingu, sáraumbúðir, spelkur og fleira.
Bifreiðarnar eru svo vel búnar að í raun og veru er um að ræða bráðamóttöku á hjólum.

Yfirmaður sjúkraflutninga hjá HVE er  Gísli Björnsson. gisli.bjornsson@hve.is  s. 432 1080.
Rún Halldórsdóttir svæfingalæknir er umsjónarlæknir sjúkraflutninga hjá HVE.  run.halldorsdottir@hve.is
Helsta hlutverk umsjónarlæknis er að fylgjast með faglegum þáttum, eins og lyfjamagni og tegundum  í sjúkrabílum,  einnig fagleg umsjón  með menntun og endurmenntun o.s.frv.

Úköll vegna sjúkraflutninga fara í gegnum 112.