Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta á Heilsugæslustöðvum Vesturlands (HVE)
Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum HVE sinna meðferð barna og fjölskyldna þeirra. Hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi er í boði fyrir fullorðna.

Sálfræðingar:
Emil Einarsson, Stykkishólmi
Hrafnhildur Snæbjörnsdóttir, Akranesi 

Þjónusta sálfræðinga:

  • Þjónusta fyrir börn: Sálfræðingar veita börnum og unglingum með hegðunar- og tilfinningavanda meðferð sem og foreldrum þeirra ráðgjöf. Sérstök áhersla er lögð á kvíða og þunglyndi. Barnasálfræðingur er staðsettur á Akranesi.
    Nánari upplýsingar...
  • Þjónusta fyrir fullorðna: Hópmeðferð er í boði fyrir fullorðna. Sex vikna hópar í hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi verða reglulega fyrir þjónustuþega HVE. Sálfræðingur fullorðinna er staðsettur í Stykkishólmi.
    Nánari upplýsingar...

Tilvísanir og meðferð:
Tilvísanir í sálfræðiþjónust HVE koma frá heilsugæslulæknum. Helsta meðferðarúrræði er hugræn atferlismeðferð. Ef ekki næst árangur á þessu þjónustustigi mun sálfræðingur vísa á viðeigandi þjónustu, mögulega utan heilsugæslu.

Heilsugæslan er ekki langtíma úrræði fyrir alvarlegan geðrænan vanda. Ef vandi er það alvarlegur eða fjölþættur að ljóst er að til þarf langtíma meðferðarúrræði er viðkomandi aðstoðaður við að finna slíkt úrræði.

Sálfræðiþjónusta HVE sinnir ekki ADHD greiningum, greindarpófunum, þroskamaötum eða einhverfugreiningum.

Staðsetning þjónustu:
Sálfræðingar eru með vinnustöðvar í Stykkishólmi og á Akranesi en reyna eftir fremsta megni að mæta fólki í viðtölum á heilsugæslustöðvum sem eru í þeirra nágrenni. Hópmeðferð fyrir fullorðna verður staðsett á heilsugæslunni í Stykkishólmi en einnig á hverju svæði fyrir sig ef ef næg þátttaka fæst.

Samvinna
Sálfræðingar á HVE vinna í samstarfi við aðrar fagstéttir stofnunarinnar sem og aðrar stofnanir svo sem félags- og skólaþjónusta, Barna- og unglingageðdeild Landspítala, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þroska- og hegðunarstöð og barnavernd.  

Umsjón: Emil Einarsson
Sími 432 1200