Næringarfræðingur

Næringarfræðingur

Næringarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands veitir faglega næringarráðgjöf til skjólstæðinga á göngu - og legudeildum, ásamt fræðslu og ráðgjöf til starfsmanna varðandi næringartengd málefni til að auka vitund um mikilvægi næringar fyrir sjúklinga og aðra. Beiðnir um næringarráðgjöf koma aðalega frá læknum og hjúkrunarfræðingum.

Markmið næringarráðgjafar

  • Bæta heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma
  • Meðhöndla sjúkdómsástand
  • Bæta eða viðhalda næringarástandi

 

Góð næring er hluti meðferðar þar sem gott næringarástand er mikilvægur þáttur fyrir góðan árangur og undirstaða allrar meðferðar. Þörf á næringarráðgjöf getur m.a verið fyrir 

  • Meltingarfærasjúkdóma
  • Vannæringu
  • Nýrnasjúkdóma
  • Hjarta- og æðasjúkdóma
  • Offitu
  • Ofnæmi
  • Sykursýki