Læknisþjónusta

Læknisþjónusta

Innan HVE eru læknar starfandi á átta heilsugæslustöðvum. Heilsugæslulæknarnir sinna hefðbundnum heimilislækningum auk vaktþjónustu vegna slysa og bráðveikra allan sólarhringinn. Auk daglegra viðtalstíma hafa heilsugæslulæknar fasta símatíma.

Heilsugæslulæknar sinna ennfremur mæðravernd, ung- og smábarnavernd og skólaheilsuvernd.

Sérfræðingar í öðrum greinum læknisfræðinnar en heimilislækningum hafa móttöku á flestum heilsugæslustöðvum með reglulegu millibili, s.s. augnlæknar, háls- nef- og eyrnalæknar.