Krabbameinsleit

Krabbameinsleit á HVE

Sú breyting hefur orðið að nú framkvæma ljósmæður leghálssýnatöku, bæði á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og á heilsugæslustöðvum um landið. Það er því hægt að panta tíma á heilsugæslustöðinni hvenær sem er, þegar boðsbréf hefur borist. Þessi háttur er hafður í mörgum nágrannalöndum okkar og þar er þátttakan mun meiri. Leghálskrabbameinsleit skilar góðum árangri svo framarlega sem konur mæta. Allar konur á aldrinum 23 - 65 ára sem einhvern tímann hafa lifað kynlífi ættu að þiggja boð um leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti, vegna þess að það er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða.

Ef þú hefur fengið boðsbréf frá Leitarstöðinni, getur þú pantað tíma fyrir leghálsskoðun hjá ljósmóðurinni á Heilsugæslustöðinni þinni í síma stöðvarinnar, sjá hér fyrir neðan.

Með því að mæta í leghálssýnatöku á þriggja ára fresti, getur þú nánast komið í veg fyrir að þú fáir leghálskrabbamein.

Áfram verður komið með brjóstamyndatöku annað hvert ár á flestar starfsstöðvar HVE og reiknað er með að hluti kvenna mæti í sýnatökuna í tengslum við hana.

 

Regluleg leghálssýnataka á vegum ljósmæðra á HVE er sem hér segir:

HVE Akranesi
Tímapantanir í síma 432 1000 kl. 08-18 virka daga.

HVE Borgarnesi
Tímapantanir í síma 432 1430. Læknir sér um sýnatökuna.

HVE Búðardal
Tímapantanir í síma 432 1450 á opnunartíma stöðvarinnar.

HVE Grundarfirði
Tímapantanir í síma 432 1350 á opnunartíma stöðvarinnar.

HVE Hólmavík:
Tímapantanir í síma 432 1400 á opnunartíma stöðvarinnar.

HVE Hvammstanga
Tímapantanir í síma 432 1300 á opnunartíma stöðvarinnar. 

HVE Ólafsvík
Tímapantanir í síma 432 1360 á opnunartíma stöðvarinnar.

HVE Stykkishólmi
Tímapantanir í síma 432 1200 á opnunartíma stöðvarinnar.