Krabbameinsleit

Krabbameinsleit á HVE

Krabbameinsskoðun á HVE

Boð í skimun

Konum á Íslandi er boðin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi í samræmi við skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis.


Konum á aldrinum 40 til 69 ára er boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70 til 74 ára á þriggja ára fresti. Ráðgert er að farandtæki til brjóstaskoðunar fari um allt starfssvæði HVE árið 2021 fyrir utan Akranes. Skoðunin verður auglýst á hverjum stað fyrir sig.

Konum er boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23 til 29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30 til 65 ára.

Allar konur á þessum aldri fá boð mánuði áður en þær eiga að mæta í skoðun.

Hægt er að panta tíma í gegn um Heilsuveru á sumum heilsugæslustöðvunum og eins í gegn um síma á hverri heilsugæslustöð.

Konur eru eindregið hvattar til að nýta sér þessa þjónustu.

Bæklingur EL um leghálsskimun

Bæklingur EL um brjóstamyndatöku 

Regluleg leghálssýnataka á vegum ljósmæðra á HVE er sem hér segir:

HVE Akranesi
Tímapantanir í síma 432 1000 kl. 08-18 virka daga.

HVE Borgarnesi
Tímapantanir í síma 432 1430. Læknir sér um sýnatökuna.

HVE Búðardal
Tímapantanir í síma 432 1450 á opnunartíma stöðvarinnar.

HVE Grundarfirði
Tímapantanir í síma 432 1350 á opnunartíma stöðvarinnar.

HVE Hólmavík:
Tímapantanir í síma 432 1400 á opnunartíma stöðvarinnar.

HVE Hvammstanga
Tímapantanir í síma 432 1300 á opnunartíma stöðvarinnar. 

HVE Ólafsvík
Tímapantanir í síma 432 1360 á opnunartíma stöðvarinnar.

HVE Stykkishólmi
Tímapantanir í síma 432 1200 á opnunartíma stöðvarinnar.