Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfun í heilsugæslu

Við heilsugæslu HVE- Akranesi starfar einn iðjuþjálfi í 70% stöðu og er þjónusta við börn og ungmenni í forgangi. Akraneskaupstaður greiðir 20% af stöðunni. Hann er einnig í 5% stöðu við heilsugæslu HVE Borgarnesi.

Markmið iðjuþjálfunar
Markmiðið með iðjuþjálfun er að ýta undir þátttöku og færni barna við ýmis dagleg viðfangsefni sem tengjast námi, leik, tómstundaiðkun og eigin umsjá. Áhersla er lögð á samvinnu iðjuþjálfa við barnið, fjölskyldu þess, kennara og aðra fagaðila eftir því sem við á hverju sinni. Farsælt samspil barns, iðju og umhverfis í brennidepli.

Dæmi um þjónustu iðjuþjálfa í heilsugæslu

  • Metur þátttöku og færni við sjálfshjálp, fín- og grófhreyfifærni og hugsanleg áhrif ódæmigerðrar skynúrvinnslu leikskólabarna á daglegt líf.
  • Veitir ráðgjöf og fræðslu til foreldra og starfsfólks leikskóla sem miðar að því að efla færni og þátttöku heima og í skólanum.
  • Sinnir hópþjálfun
  • Kennir á þjálfunarnámskeiðum* fyrir foreldra barna
  • Veitir uppeldisráðgjöf til foreldra barna
  • Tekur þátt í Barnateyminu á Akranesi** og Greiningarteymi Borgarbyggðar***
  • Tekur þátt í fagteymi Endurhæfingarhússins HVERs og sér um vikulega fræðslu til notenda staðarins

*Þjálfunarnámskeið fyrir foreldra:
Reglulega eru haldin námskeið fyrir foreldra ungra barna með vaxandi kvíðaeinkenni; Klókir litlir krakkar og einnig námskeið í uppeldi barna með ADHD. Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Akraneskaupstað og hefur iðjuþjálfi HVE- Akranesi verið annar af leiðbeinendum á þeim. Námskeiðn eru haldin hér á Akranesi og hafa Borgnesingar sótt þau í einhverju mæli.

**Barnateymið á Akranesi hefur verið þáttur í starfi heilsugæslu HVE Akranesi frá árinu 1999. Það var sett á laggirnr kjölfar athugunar á niðurstöðum 4ra ára skoðunar barna, sem Reynir Þorsteinsson fyrrum heilsugæslulæknir gerði árið 1997 þar sem kannað var hvernig börnin komu út úr þroskaprófum og hvernig eftirfylgd var háttað. Niðurstaðan varð sú að þörf væri á úrræði í heimabyggð til að greina og fylgja eftir eftir börnum með þroska- og heðgunarvanda til hagræðis fyrir fjölskyldur barnanna og starfsfólk. Barnateymið er skipað barnalækni og iðjuþjálfa frá Heilsugæslu HVE Akranesi og sálfræðingum sérfræðiteymis Akraneskaupstaðar og sinnir einnig Hvalfjarðarsveit.

***Greiningarteymi Borgarbyggðar hefur starfað frá hausti 2016. Greiningarteymi í Borgarbyggð hefur það hlutverk að vinna að fullnaðargreiningum á Athyglisbresti með og án ofvirkni (ADHD), vægum einhverfueinkennum og skyldum vanda barna í heimabyggð. Teymið vinnur með mál barna upp að 18 ára aldri sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu.