Heilsuvernd skólabarna

Heilsuvernd skólabarna

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla hjeilrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.

Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. og byggir að mestu leyti á starfi hjúkrunarfræðinga heilsugæslustöðva sem njóta stuðnings lækna og sálfræðinga.

Helstu verkefnií heilsuverndar skólabarna eru heilbrigðisfræðsla, forvarnir, bólusetningar, heilbrigðisskoðanir, skimanir, heilsuefling og aðstoð við börn með heilsuvanda. Skipulag heilsuverndars kólabarna á starfssvæði HVE byggir á leiðbeiningum Embættis landlæknis sem mælst er til að starfsmenn heilbrigðisþjónustu noti.

Sjá nánari upplýsingar: Leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna (EL). 

Bæklingurinn: Leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna.

Fræðsla og heilsuvernd grunnskólabarna byggir á hugmyndafræðinni 6-H heilsunnar...  - sem eru hreyfing, hvíld, hamingja, hreinlæti, hugrekki og hollusta. Hugmyndafræðin byggir á því að með því að hugsa vel um heilsuna megi fyrirbyggja sjúkdóma.

Heilsugæslusvið HVE sinnir heilsuvernd hjá um 2500 skólabörnum í 15 grunnskólum á 18 starfsstöðvum.

HVE Akranesi
Skólar: Brekkubæjarskóli, Grundaskóli, Heiðaskóli (Leirársveit).
Fjöldi grunnskólabarna 1.110.

HVE Borgarnesi
Skólar: Grunnskóli Borgarfjarðar (Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum, Varmalandi), Grunnskólinn Borgarnesi, Laugagerðisskóli.
Fjöldi grunnskólabarna 510.

HVE Búðardal
Skólar: Auðarskóli, Reykhólaskóli.
Fjöldi grunnskólabarna 140.

HVE Grundarfirði
Skólar: Grunnskóli Grundarfjarðar.
Fjöldi grunnskólabarna 90.

HVE Hólmavík
Skólar: Finnbogastaðaskóli, Grunnskólinn Drangsnesi, Grunnskólinn í Hólmavík.
Fjöldi grunnskólabarna 70.

HVE Hvammstanga
Skólar: Grunnskóli Húnaþings vestra.
Fjöldi grunnskólabarna 150.

HVE Stykkishólmi
Skólar: Grunnskólinn Stykkishólmi.
Fjöldi grunnskólabarna 145. 

Fyrirkomulag

Starfsfólk heilsugæslustöðva vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Hjúkrunarfræðingar sitja í nemendaverndaráði skólanna þar sem tekið er á sértækum málum er koma upp varðandi nemendur. Eða eru í nánu samstarfi við skólastjórnendur.

Hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar sinna nemendum í Fjölbrautaskóla Vesturlands eftir skilgreindum samningum.
Hjúkrunarfræðingur og læknir eru með móttöku fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar og önnur ungmenni á Heilsugæslustöðinni Borgarnesi á ákveðnum tímum

Hjúkrunarfræðingar sjá um fræðslu og upplýsingafjöf til starfsfólks skóla og íþróttahúsa ef upp koma sérstök tilfelli eða sjúkdómar.
Einnig situr skólahjúkrunarfræðingur í teymi gegn einelti og í áfallaráði. Hjúkrunarfræðingar taka þátt í fjölskylduteymi innan heilsugæslustöðva þar sem það er starfandi.

HÆgt er að panta símtal við skólahjúkrunarfræðinga á opnunartíma hverrar stöðvar.