Háls- og bakdeild

Háls- og bakdeild

 

Háls- og bakdeildin var opnuð 1992. Deildin annast greiningu og meðferð háls- og bakvandamála. Hún þjónustar allt landið.

Deildin er staðsett á 3ju hæð HVE í Stykkishólmi, Austurgötu 7. Deildin er rekin sem dagdeild og getur tekið við 13 sjúklingum hverju sinni. Flestir dvelja að meðaltali 2 vikur (2 x 5 daga). Úrval er af gistimöguleikum í bænum.
Á hverju ári komast u.þ.b. 200 einstaklingar að í meðferð á deildinni. Eingöngu er tekið við sjúklingum á deildina eftir tilvísun. Öll meðhöndlun er einstaklingsmiðuð. Langflestir sjúklinganna koma fyrst á stofu sérfræðings, þar sem tekin er sjúkrasaga, gerð nákvæm skoðun og meðferðin skipulögð.

Á deildinni starfa, sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingur og aðrir starfsmenn. Deildin er í samstarfi við lækna hjá Corpus Medica um læknisfræðilega aðkomu að meðferðinni /deildinni.
Náið samstarf er á milli allra fagaðila. Þá tekur deildin við nemum í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands.

Við viljum benda á áætlunarferðir til Stykkishólms með Strætó Leið 58 frá Reykjavík. Nánari upplýsingar á vef www.straeto.is og í síma 540 2700.

Við innlögn á Háls- og bakdeild HVE Stykkishólmi:
 Beiðni um meðferð á Háls- og bakdeild HVE StykkishólmiMinnisblað f. Innlögn (einnig sent þeim sem hafa verið boðaðir í innlögn
*  Fyrirspurnir um meðferð og beiðnir á háls- og bakdeild má senda á netf. hogb@hve.is
*  Gisting í Stykkishólmi...