Á dagvinnutíma er hægt að hafa samband við vakthjúkrunarfræðing sem vísar erindum áfram til vakthafandi læknis.
Bólusetningar í október 2022:
Covid bólusetningar:
Boðið verður upp á örvunarskammt gegn Covid-19 fimmtudaginn 27. okt. n.k. kl. 14:00 meðan birgðir endast. Athugið að það þurfa að hafa liðið a.m.k. 4 mánuðir frá síðasta Covid skammti. Bólusett verður í heilsugæslustöðinni.
Bólusetningin er einkum ætluð þeim sem eru 60 ára og eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.
Inflúensubólusetning:
Boðið verður upp á inflúensubólusetningu í leiðinni.
Athugið að panta þarf tíma í síma 432 1430