Upplýsingar

HVE Akranesi - upplýsingar

Dagvakt heilsugæslunnar á Akranesi með lækni og hjúkrunarfræðingi er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00. Þeir sem eru með bráð vandamál sem þola ekki bið geta leitað þangað en fólk er eindregið hvatt til að nota dagvaktina þar sem aðstæður og þjónustuskilyrði til að sinna sjúklingum eru betri en á vakt eftir að dagvinnu lýkur.

Heilsugæslulæknir er áfram á vakt frá kl. 16:00 - 22:00 virka daga og á sólarhringsvakt um helgar. 
Vaktlæknamóttaka er á laugardögum kl. 10 - 12 og á sunnudögum kl. 11 - 12.
Fólk er eindregið hvatt til að notfæra sér þjónustusímann 1700 til að fá ráðleggingar og leiðbeiningar áður en leitað er á vaktina.

Rannsóknastofa HVE Akranesi:
Bóka þarf tíma í blóðprufu og til að skila sýni. Hægt er að bóka tíma á Heilsuveru eða með því að hringja í s. 432 1025 kl. 11-12 virka daga. Inngangur um gamla anddyri. 

Heilsugæslulæknar
Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir
Elín Óla Klemenzdóttir
Guðríður Anna Grétarsdóttir
Hafdís Sif Svavarsdóttir
Monika Emilsdóttir
Njáll Vikar Smárason
Afleysingalæknar