Starf

Deildarstjóri heilbrigðisgagnadeildar HVE

HVE Akranes Sjúkrahús Læknaritarar

Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra heilbrigðisupplýsinga HVE á Akranesi. Deildarstjóri er yfirmaður heilbrigðisgagnafræðinga á HVE Akranesi og jafnframt fagstjóri heilbrigðisgagnafræðinga á HVE. Meginhlutverk er meðferð heilbrigðisupplýsinga, s.s. skipuleg skráning, kóðun, úrvinnsla og vistun. Annast m.a. kennslu og gæðaeftirlit með skráningu í rafræna sjúkraskrá ásamt eftirliti með meðferð upplýsinga og miðlun þeirra til lögmætra aðila.

Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Fagleg ábyrgð á skipulagi og þróun starfseminnar.
 • Dagleg stjórnun.
 • Eftirfylgd með rekstraráætlun.
 • Kerfisumsjón rafrænna sjúkraskrárkerfa á HVE:
  • Þjónusta við notendur rafrænna sjúkraskrárkerfa á HVE.
  • Tengiliður HVE við eigendur kerfa.
  • Eftirfylgni vegna mála sem varða kerfin.
  • Aðgangsstjóri rafrænna sjúkraskrárkerfa.
  • Umsjón og eftirlit með notendum.
 • Situr í eftirlitsnefnd sjúkraskrár á HVE og stýrihóp um rafræna sjúkraskrá á HVE.
 • Gæðastjóri skráningar og tengiliður HVE við Embætti Landlæknis um málefni er varða gæði skráningar heilbrigðisupplýsinga.
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Starfsleyfi frá Embætti landlæknis sem heilbrigðisgagnafræðingur
 • Reynsla og góð þekking á sjúkrarskrárkerfum.
 • Stjórnunarreynsla æskileg
 • Framhaldsnám sem nýtist í starfi eftirsóknarvert
 • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
 • Faglegur metnaður og framúrskarandi samskiptahæfni
 • Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi
 • Hæfni og geta til að starfa í teymi
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Sótt er um starfið rafrænt á www.hve.is, undir "laus störf" eða á starfatorg.is. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Um er að ræða fullt starf sem veitist frá 1. janúar 2022 eða skv. nánara samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 13.12.2021

Laun samkvæmt viðkomandi stéttarfélags

Starfshlutfall er 100%

Nánari upplýsingar gefa:

Þórir Bergmundsson, Netfang thorir.bergmundsson@hve.is vinnusí­mi null

Sækja um starf