Starf

Lyfjafræðingur

J | Lyfjafræðingur | HVE Akranes Sjúkrahús Lyfjabúr og Lyfsala

Lyfjafræðingur

Óskum eftir lyfjafræðingi til starfa Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Staðan er laus frá 1. september 2019. Starfshlutfall er 80% með viðveru fjóra daga vikunnar. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga og rekstrar á HVE.

Helstu verkefni og ábyrgð

Pantanir og afgreiðsla lyfja á deildir og starfsstöðvar. Ráðgjöf og upplýsingagjöf um lyf. Reglubundið lyfjaeftirlit á deildum og starfsstöðvum. Sér um og viðheldur gæðahandbók lyfjabúrs. Á sæti í lyfjanefnd HVE.

Hæfniskröfur

Meistarapróf í lyfjafræði (Cand pharm) og starfsleyfi frá Embættis landlæknis. Æskilegt er að viðkomandi hafi a. m. k. 5 ára starfsreynslu. Framúrskarandi samskiptahæfni og sveigjanleiki í starfi. Frumkvæði, áhugi og metnaður. Góð tölvukunnátta er skilyrði. Góð íslenskukunnátta. Æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu og reynslu af notkun Oracle birgða og sölukerfi. Þarf að vera skipulagður í störfum og geta unnið undir álagi og áreiti

Frekari upplýsingar um starfið

Sótt er um á hve.is eða starfatorg.is. Umsókn skal auk afrits af prófskírteinum fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til 15.07.2019

Laun samkvæmt Lyfjafræðingafélag Íslands

Starfshlutfall er 80%

Nánari upplýsingar gefa:

Þórir Bergmundsson, Netfang thorir.bergmundsson@hve.is vinnusími 432-1000

Sækja um starf