Starf

Yfirhjúkrunarfræðingur

J | Yfirhjúkrunarfræðingur | HVE Grund Heilsugæsla Hjúkrun almenn

Yfirhjúkrunarfræðingur

Laus er til umsóknar staða yfirhjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Grundarfirði. Um er að ræða afleysingastöðu í 1 ár, frá 1. ágúst 2019.

Helstu verkefni og ábyrgð

Yfirhjúkrunarfræðingur ber faglega og fjárhagslega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu á heilsugæslustöðinni. Skipuleggur og stjórnar allri hjúkrunarþjónustu á stöðinni og ber ábyrgð á að gæði hjúkrunar séu tryggð. Vinnur í nánu samstarfi við aðra starfsmenn á heilsugæslustöðinni. Starfið er mjög fjölbreytt. Möguleiki er á samstarfi við aðrar heilsugæslustöðvar á Snæfellsnesi.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi. Góð íslenskukunnátta. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samkskiptum og samvinnu. Æskilegt er að hafa reynslu af hjúkrun á heilsugæslustöð. Stjórnunarreynsla æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið

Sækja skal um starf á www.starfatorg.is eða á www.hve.is Umsókn skal fylgja Ferilsskrá og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til 01.07.2019

Laun samkvæmt Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Starfshlutfall er 80 - 100%

Nánari upplýsingar gefa:

Þura Björk Hreinsdóttir, Netfang thura.hreinsdottir@hve.is vinnusími 432-1000

Sækja um starf