Laus störf á starfatorgi
-
Deildarstjóri heilbrigðisgagnadeildar HVE
Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra heilbrigðisupplýsinga HVE á Akranesi. Deildarstjóri er yfirmaður heilbrigðisgagnafræðinga á HVE Akranesi og jafnframt gæðastjóri heilbrigðisgagna á HVE. Næsti yfirmaður er framkvæmdarstjóri lækninga.
Heilbrigðisgagnadeild hefur umsjón með heilbrigðisupplýsingakerfum HVE. Á deildinni fer fram gæðaeftirlit og samþætting skráningar í rafræna sjúkraskrá ásamt þjónustu við notendur rafrænna kerfa og kennsla heilbrigðisstétta. Einnig fjölbreytt úrvinnsla úr gagnagrunnum rafrænnar sjúkraskrár, vinnsla starfsemisupplýsinga, útgáfa og birting.
Sjá nánar -
Sumarafleysingar 2023 - Hjúkrunarfræðingur í Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga á hjúkrunar og sjúkradeild í Stykkishólmi. Dag og kvöldvaktir, helgarvinna ásamt bakvöktum. Starfstímabil eftir samkomulagi hvort sem um er að ræða allt sumarið eða styttri vinnutarnir.
-
Sumarafleysingar 2023 - Sjúkraliði/sjúkraliðanemar/almennur starfsmaður - Stykkishólmur
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingar við umönnun á hjúkrunar- og sjúkradeild. Hjúkrunar- og sjúkradeildin eru ætlaðar fyrir einstaklinga í hjúkrunar og sjúkrarýmum.
Sjá nánar -
Deildarstjóri í eldhúsi HVE Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi óskar eftir að ráða deildarstjóra í eldhúsi.
Um er að ræða nýja stöðu við stofununina og vinnutími er dag- og helgarvinna.
Starfshlutfall er 80-100% og æskilegt væri að viðkomandi geti hafið störf frá miðjum maí 2023.
Sjá nánar -
HVE Stykkishólmur - Starfsmaður í eldhúsi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) leitar að áreiðanlegum starfsmönnum til að starfa í eldhúsi í Stykkishólmi.
Um er að ræða dag - og helgarvinnu. Starfshlutfall er umsemjanlegt, 40-80%.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní 2023.
Sjá nánar -
Að vera á skrá - almennur starfsmaður
Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en almennum starfsmönnum gefst hér kostur á að senda inn umsókn um starf, þ.e. vera á skrá.
Í reitinn annað sem þú vilt taka fram er gott að skrá inn óskir ef einhverjar eru um starf og/eða staðsetningu t.d. hverja af okkar átta starfsstöðvum þú ert að sækjast eftir að starfa á.
Umsækjendum er ekki svarað sérstaklega en ráðningaðilar munu hafa samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.
Sjá nánar -
Að vera á skrá - hjúkrunarfræðingur
Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en hjúkrunarfræðingum gefst hér kostur á að senda inn umsókn um starf, þ.e. vera á skrá.
Í reitinn annað sem þú vilt taka fram er gott að skrá inn óskir ef einhverjar eru um starf og/eða staðsetningu, t.d. hverja af okkar átta starfsstöðum þú ert að sækjast um að starfa á.
Umsækjendum er ekki svarað sérstaklega en ráðningaraðili mun hafa samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.
Sjá nánar -
Að vera á skrá - ljósmóðir
Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en ljósmæðrum gefst hér kostur á að senda inn umsókn um starf, þ.e. vera á skrá.
Í reitinn annað sem þú vilt taka fram er gott að skrá inn óskir ef einhverjar eru um starf og/eða staðsetningu, t.d. hverja af okkar átta starfsstöðum þú ert að sækjast um að starfa á.
Umsækjendum er ekki svarað sérstaklega en ráðningaraðili mun hafa samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.
Sjá nánar -
Að vera á skrá - sjúkraliði
Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en sjúkraliðum gefst hér kostur á að senda inn umsókn um starf, þ.e. vera á skrá.
Í reitinn annað sem þú vilt taka fram er gott að skrá inn óskir ef einhverjar eru um starf og/eða staðsetningu t.d. hverja af okkar átta starfsstöðvum þú ert að sækjast eftir að starfa á.
Umsækjendum er ekki svarað sérstaklega en ráðningaðilar munu hafa samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til. Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.
Sjá nánar -
Sumarafleysingar 2023 - Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga á öldrunardeildina á Hvammstanga. Dag og kvöldvaktir, helgarvinna ásamt bakvöktum. Starfstímabil eftir samkomulagi hvort sem um er að ræða allt sumarið eða styttri vinnutarnir.
-
Sumarafleysingar 2023 - Sjúkraliði/sjúkraliðanemar/almennur starfsmaður - Öldrunardeildin á Hvammstanga
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Hvammstanga óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingar við umönnun á öldrunardeildina. Öldrunardeildin á Hvammstanga er ætluð fyrir einstaklinga í hjúkrunar- og hvíldarrýmum.
Sjá nánar -
Sjúkraliðar á kvennadeild HVE Akranesi
Sjúkraliðar óskast til starfa á kvennadeild HVE Akranesi. Unnið er á þrískiptum vöktum þar með talið um helgar. Starfshlutfall er opið en verið er að auglýsa 5 stöðugildi.
Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum.
Sjá nánar -
Starfsmaður við ræstingu - Hvammstangi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga óskar eftir starfsmanni í 70% stöðu við ræstingu á hjúkrunardeild. Um er að ræða dagvinnu þar sem unnið er virka daga og aðra hvora helgi.
Um er að ræða árs afleysingu frá 1.8.2023 til 1.8.2024.
Sjá nánar