Saga - HVE Ólafsvík

Saga heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvík

Heilsugæslustöð hefur verið starfrækt í Ólafsvík frá árinu 1971. Fyrsta húsnæðið var að Hjarðartúni 6, síðan flytur stöðin í núverandi húsnæði í lok árs 1986. Starfssvæði stöðvarinnar er Snæfellsbær sem er Fróðárhreppur, Staðarsveit, Breiðuvík, Hellissandur, Rif og Ólafsvík.
Heilsugæslustöðin er ágætlega búin, með slysastofu, rannsóknarstofu, tækjum til röntgenmyndatöku o.fl.
Í húsnæði stöðvarinnar er sjálfstætt rekin tannlæknaþjónusta og við hana starfa tannlæknir og tvær aðstoðarstúlkur. Einnig hefur sjúkraþjálfari aðstöðu í stöðinni.


HVE Ólafsvík veitir almenna heilsugæsluþjónusu fyrir íbúa Snæfellsbæjar sem nær yfir Staðarsveit, Breiðuvík, Hellissand, Rif og Ólafsvík. Fjöldi íbúa á starfssvæðinu er um það bil 1700.