Saga - HVE Búðardalur

Saga heilsugæslustöðvarinnar í Búðardal

Læknishéruðin í Búðardal og á Reykhólum voru sameinuð í eitt tveggja lækna hérað með lögum árið 1974 og þannig stofnuð Heilsugæslustöðin Búðardal. Starfsemin hennar flutti í nýtt húsnæði að Gunnarsbraut 2 í Búðardal þann 1. nóvember 1978 en hafði áður verið í læknishúsi í Brekkuhvammi 1. Á Reykhólum fór starfið fram í gömlu læknishúsi þar en í september 1983 var flutt í núverandi húsnæði sem reist hafði verið undir starfsemina við Hellisbraut.
Heilsugæslustöðvarnar í Búðardal og á Reykhólum veita íbúum Dalabyggðar og Reykhólahrepps almenna heilsugæsluþjónustu.

Þann 1. janúar 2010 sameinuðust allar heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi í eina, Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Innan hennar myndar starfsemin í Búðardal og á Reykhólum einingu sem kallast HVE Búðardal. Íbúafjöldi á svæði HVE Búðardals er um það bil 1000 manns.

Við HVE Búðardal starfa nú um 10 manns en sumir þeirra í hlutastarfi.