Saga - HVE Borgarnes

Saga heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi

Heilsugæslustöðin Borgarnesi var formlega opnuð 10.janúar 1976 og var fyrsta heilsugæslustöð landsins. Á stöðinni fer fram fjölbreytt starfsemi þar sem starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmóðir, sjúkraliðar, læknaritarar og sjúkraflutningamenn auk ræstitæknis. Starfsmenn HVE Borgarnesi eru um 20 talsins.

Heilsugæslustöðin í Borgarnesi veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa heilsugæsluumdæmisins sem samanstendur af Borgarbyggð, Skorradalshreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi. Íbúafjöldi upptökusvæðisins er u.þ.b. 3750. Að auki eru innan umdæmisins tvö háskólaþorp, Bifröst og Hvanneyri, ásamt fjölda sumarbústaða þar sem íbúar eru almennt ekki skráðir með fasta búsetu. Þannig að dulin búseta á svæðinu er töluverð.
Lögsagnarumdæmi heilsugæslunnar er 5.511 ferkílómetrar.

Boðið er upp á alla almenna læknisþjónustu, almenna hjúkrunarþjónustu, heimahjúkrun, ungbarnaeftirlit og mæðravernd. Skólaheilsugæslu bæði í grunnskóla og framhaldsskóla. Einnig hefur verið starfrækt sykursýkismóttaka og þyngdarstjórnunarmeðferð.

Í húsnæði heilsugæslunnar hafa aðstöðu, sjúkraþjálfari og tveir sálfræðingar. Einnig eru augnlæknir, sjóntækjafræðingur og heyrnartæknir með reglulega móttöku á stöðinni.