Saga - HVE Akranes

Saga sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi

HVE Akranesi skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið.

Heilsugæslustöðin veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness og hefur jafnframt forystuhlutverk varðandi heilsuvernd og forvarnarstarf.

Sjúkrahúsið er deildaskipt sjúkrahús. Aðal upptökusvæðið er vestur- og norðvesturhluti landsins. Veitt er fjölþætt sérfræðiþjónusta með viðbúnaði til móttöku og meðferðar bráðveikra allan sólarhringinn. Íbúum höfuðborgarsvæðisins og öðrum landsmönnum er í vaxandi mæli boðin sérfræðiþjónusta í tilteknum greinum.

HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn HVE Akranesi eru um 240 talsins.

 

Saga SHA 1952 - 2002...

Eldri ársskýrslur SHA:

  • Ársskýrsla 2009
  • Ársskýrsla 2008
  • Ársskýrsla 2007
  • Ársskýrsla 2006
  • Ársskýrsla 2005