Fréttir

Fréttir | 18. maí 2020

Viðvera aðstandanda á fæðingadeild HVE frá 18.05.2020.

Þessar leiðbeiningar eru birtar með fyrirvara um að samfélagssmit aukist ekki á næstunni. Ef það gerist verða þessar leiðbeiningar endurskoðaðar.

Öll viðvera aðstandanda er háð því að viðkomandi hafi engin einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar. Aðstandendur og makar eru beðnir að viðhafa 2 m regluna sem mest gagnvart starfsfólki og fylgja fyrirmælum varðandi sóttvarnir.


Fæðingar:
Einn aðstandandi má vera með konu í fæðingu.

Sængulega:
Aðstandanda er velkomið að dvelja með móður og barni eftir fæðingu. Gert er ráð fyrir að aðstandandi haldi sig sem mest inni á stofu hjá konunni og fari ekki í sameiginleg rými.

Keisaraskurðir:
Aðstandanda er velkomið að fylgja konu í keisaraskurð og dvelja með móður og barni í sængurlegu.

Ómskoðanir:
Einn aðstandandi má koma með konu í ómskoðun.

Bráðakomur:
Konur sem fá tíma á deildinni vegna vandamála á meðgöngu eða eftir fæðingu mega hafa með sér aðstandanda í viðtal og skoðun. Aðstandandendur þurfa að vera viðbúnir því að vera beðnir um að víkja af deildinni samkvæmt fyrirmælum starfsfólks.

Um aðrar heimsóknir á deildina gilda heimsóknareglur HVE