Fréttir

Fréttir | 08. mar. 2019

Vegna fyrirspurna um bólusetningar

Vegna fjölda fyrirspurna um stöðu bólusetninga við mislingum hefur tímabundið verið opnað fyrir netfang á HVE þar sem hægt er að senda fyrirspurnir um hvort einstaklingar hafi verið bólusettir. HVE getur aðeins gefið upplýsingar um þá einstaklinga sem voru búsettir á starfssvæði HVE fyrir 1976. Þeir sem voru búsettir annars staðar á þeim tíma er bent á að leita til viðkomandi heilsugæslustöðvar. 

Til að hægt sé að svara fyrirspurnum er mikilvægt að nafn, kennitala, heimilisfang og símanúmer fylgi með.

 

Unnið verður úr fyrirspurnum eftir því sem tími vinnst til.

Netfangið er bolusetningar@hve.is