Fréttir

Álag á símaþjónustu á heilsugæslustöðvum HVE vegna fyrirspurna um COVID-19
Fréttir | 30. júl. 2021

Upplýsingar vegna COVID-19

Mikið álag er á símaþjónustu heilsugæslustöðva HVE m.a. vegna fyrirspurna um ýmis atriði tengd COVID-19. 

Við bendum á góðar og gagnlegar upplýsingar sem er að finna að covid.is

Á www.heilsuvera.is er hægt að fá netspjall við hjúkrunarfræðing frá kl. 8 til 22 virka daga og frá kl. 10 til 16 og kl. 19 til 22 aðra daga. Erindum sem berast utan opnunartíma er svarað eins fljótt og kostur er. Netspjallið svarar m.a. spurningum um bólusetningar, sýnatökur og annað varðandi heilsu. Vinsamlega leitið svara þar áður en þið hringið eða sendið tölvupóst.

Símatími hjá læknum heilsugæslustöðva.  Ekki er hægt að verða við óskum um símatíma hjá læknum nema á þeirri heilsugæslustöð sem viðkomandi er skráður á.

Bólusetningar. Verið er að undirbúa bólusetningar í næstu og þar næstu viku.

Upplýsingar um bólusetningar fyrir barnshafandi konur á Akranesi eru komnar inn á facebooksíðu heilsugæslustöðvarinnar. Von er á nánari upplýsingum fyrir aðrar starfsstöðvar.