Fréttir

Fréttir | 28. sep. 2017

Upplýsingar um háls- og bakdeildina í Stykkishólmi

Háls- og bakdeildin opnaði að loknu sumarleyfi 28. ágúst sl. og tekur við sjúklingum í endurhæfingu sem fyrr. Hrefna Frímannsdóttir yfirsjúkraþjálfari og fagstjóri endurhæfingar er settur faglegur ábyrgðaraðili deildarinnar. Hrefna vinnur ásamt Hafdísi Bjarnadóttur samskiptafulltrúa í Stykkishólmi að endurskoðun á skipulagi og stefnumótun deildarinnar með stuðningi framkvæmdastjórnar HVE. Síðustu vikurnar hefur verið unnið að því að fá lækni til að vinna með teyminu í stað yfirlæknis sem látið hefur af störfum. Samkomulag hefur náðst við Bjarna Valtýsson svæfingalækni, um að taka að sér læknisþjónustu við sjúklinga háls- og bakdeildarinnar tímabundið, en hann hefur mikla reynslu í verkjameðferð.  Útfærsla læknisþjónustunnar er í mótun og er ráðgert að Bjarni muni sinna sprautumeðferð á svæðinu vikulega og vera fagteymi til ráðgjafar eftir þörfum auk þess að taka að sér fræðslu fyrir sjúklinga deildarinnar. Heilsugæslulæknar sjá um inn- og útskriftir á háls- og bakdeild fyrst um sinn. 

Frekari upplýsingar um háls- og bakdeildina má finna hér...