Fréttir

Hröð fjölgun smita á Vesturlandi
Fréttir | 05. nóv. 2021

Upplýsingar frá viðbragðsstjórn

Í gær voru 112 í einangrun í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi, flestir þeirra eða 75 voru á Akranesi þar sem smitum og einstaklingum í sóttkví hefur fjölgað hratt síðustu daga vegna hópsmits sem farið er að teygja anga sína inn í stofnunina.

Viðbragðsstjórn hefur fundað daglega síðustu daga.

Nokkrir starfsmenn eru í sóttkví og hefur þurft að kalla út aðra í þeirra stað. Fjarvera starfsmanna hefur þó ekki leitt til skerðingar á þjónustu enn sem komið er.

 Á HVE á Akranesi hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að loka fyrir heimsóknir nema í undantekningartilvikum og hafa innganga læsta. 

Þeir sem eiga bókaðan tíma eða eiga brýnt erindi þurfa að hringja dyrasíma við innganginn.