Fréttir

Fréttir | 25. jún. 2019

Tilkynning vegna innheimtu hjá HVE

Frá og með 1. júlí 2019 hættir Heilbrigðisstofnun Vesturlands að senda út greiðsluseðla og reikninga vegna ógreiddra krafna. Kröfurnar verða því aðeins sýnilegar í heimabanka. Vinsamlegast gerið ráðstafanir.

Að gefnu tilefni er rétt að minnast á ef reikningur er ekki staðgreiddur þá telur hann ekki inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands fyrr en að greiðslu lokinni. Eins verða afrit reikninga aðeins aðgengileg á vef Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is, eftir að reikningarnir hafa verið greiddir.

Netfang innheimtustjóra er innheimta@hve.is