Fréttir

Fréttir | 03. jan. 2019

Þvagfæraskurðlæknir á HVE Akranesi

Helgi Karl Engilbertsson hefur nú tekið alfarið við starfi Sigurðar Guðjónssonar sem þvagfæraskurðlæknir á HVE Akranesi.  Hann verður í 20% starfi með viðveru einn dag í viku; alla fimmtudaga.  Auk sjúklingamóttöku framkvæmir hann aðgerðir og speglanir á sínu sérsviði á skurðdeild og skiptistofu.  Við bjóðum Helga velkominn til starfa.