Fréttir

Fréttir | 11. jún. 2019

Þura Björk framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar á HVE

Þura Björk Hreinsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra hjúkrunar og rekstrar á HVE. Þura Björk útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur BSc árið 2007 og lauk meistaranámi í forystu og stjórnun árið 2017. Hún var deildarstjóri á handlækningadeild HVE frá árinu 2014 þar til hún tók við starfi deildarstjóra á biðdeild HVE á Akranesi árið 2017. Frá síðustu áramótum var hún starfandi hjúkrunarforstjóri á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Þura Björk kom til starfa 1.júní og tekur við starfi framkvæmdastjóra hjúkrunar af Rósu Marinsósdóttur sem hverfur aftur til fyrri starfa sem yfirhjúkrunarfræðingur á HVE í Borgarnesi og sviðstjóri hjúkrunar á heilsugæslusviði HVE.