Fréttir

Fréttir | 05. apr. 2019

Styrkur frá Oddfellowstúkunum á Akranesi

 

Fyrir skömmu afhentu Oddfellowstúkurnar á Akranesi; Egill og Ásgerður, HVE á Akranesi þrjár veglegar gjafir. Um er að ræða tvo fæðingarmónitora ásamt fylgihlutum á kvennadeild, tæki til barkaþræðinga á svæfingadeild og fimm ný sjúkrarúm sem skiptust milli handlækninga- og lyflækningadeildar.

Fulltrúar HVE veittu gjöfunum formlega viðtöku í skemmtilegri móttöku í Oddfellowhúsinu á Akranesi og færðu reglunni bestu þakkir fyrir þann góðvilja sem stofnuninni er sýndur með þessum höfðinglegu gjöfum. Tilefni gjafanna er að á þessu ári eru liðin 200 ár frá stofnun reglunnar.

Myndina tók Kristján Kristjánsson ljósmyndari á Skessuhorninu.