Fréttir

Frá vinstri Jónína Víglundsdóttir frá FVA, Ragnheiður Björnsdóttir og Íris Björg Jónsdóttir frá HVE, Ágústa Elín Ingþórsdóttir frá FVA og Rósa Marinósdóttir frá HVE.
Fréttir | 26. sep. 2017

Skólahjúkrunarfræðingur í FVA

Þann 31. ágúst sl. undirrituðu Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Fjölbrautaskóli Vesturlands samstarfssamning um þjónustu hjúkrunarfræðings við nemendur FVA.
Íris Björg Jónsdóttir verður í 25 % starfi við FVA skólaárið 2017 – 2108 eins og sl. vetur. Reynslan af starfi hennar sl. vetur var mjög góð og mikilvægt að halda þessari þjónustu áfram.
Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tilefni.