Fréttir

Fréttir | 07. maí 2020

Skimun á Snæfellsnesi

Skimað var fyrir COVID-19 hjá HVE Stykkishólmi í gær og í dag.

Fullbókað var í alla tíma sem voru í boði frá kl. 13-16 báða dagana. Starfsmenn nýttu einnig tækifærið og létu skima sig fyrir veirunni.

Gekk allt mjög vel og fólk almennt ánægt með að fá tækifæri til að láta skima sig fyrir þessum vágesti.

Veðrið var okkur þokkalega hliðhollt á meðan sem auðveldaði útivinnuna.

Skimun fer einnig fram í Ólafsvík og Grundarfirði í vikunni. Frekari upplýsingar fást hjá viðkomandi heilsugæslustöðvum. Bókanir fara fram hjá Íslenskri erfðareiningu, á slóðinni  http://bokun.rannsokn.is/