Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir

Fréttir | 23. des. 2020

Opnunartímar á HVE yfir jól og áramót

Opnunartímar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands yfir jól og áramót eru eftirfarandi:

HVE Akranesi:
Á sjúkrahúsinu er vaktþjónusta allan sólarhringinn alla daga eins og venjulega. 

Heimsóknartímar á lyflækninga- og handlækningadeild dagana 24.12.20. - 03.01.21. eru frá kl. 15:30 - 17:00.

Heilsugæslan Akranesi

24. desember  Lokað fyrir almenna móttöku, vaktlæknir í húsi til kl 12
25. desember  Lokað fyrir almenna móttöku, hringja í 1700 ef þörf á vaktþjónustu
26. desember  Lokað fyrir almenna móttöku, hringja í 1700 ef þörf á vaktþjónustu
28.-30. des     Venjulegur opnunartími heilsugæslu

31. desember  Lokað fyrir almenna móttöku, vaktlæknir í húsi til kl 12
1. janúar         Lokað fyrir almenna móttöku, hringja í 1700 ef þörf á vaktþjónustu

Lokað verður fyrir COVID skimunarsýnatökur (Sóttkvíarsýni og landamærasýni) aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag en opið eins og venjulega aðra daga milli kl 13:00-13:30. ATH á Suðurlandsbraut er opið fyrir sýnatökur alla daga um hátíðarnar fyrir utan jóladag og nýársdag.

Bent er á að utan dagvinnutíma og á rauðum dögum er hægt að hafa samband við vaktsíma 1700 til að fá ráðgjöf hjúkrunarfræðings sem eftir atvikum getur gefið símtal áfram til vaktlæknis. Ef um neyðartilfelli er að ræða skal hringt í 112.

Lyfjaendurnýjunarsíminn er lokaður 24. og 31. desember. Mikilvægt er því að endurnýja lyf með góðum fyrirvara.

 

HVE Borgarnesi:

24 des lokað, nema sýnataka vegna covid kl. 09 – 10
31 des lokað, nema sýnataka vegna covid kl. 09.-10
Búið að auglýsa sýnatökutímana á covid vefnum
Læknir á vakt alla daga.
Lokað rauða daga.

HVE Búðardal:

Opið á aðfangadag og gamlársdag frá 9-12. ​Hinir virku dagarnir eru bara eins og venjulegir dagar. 

 

HVE Grundarfirði:

24. desember     Lokað, hringja í 1700 ef þörf er á vaktþjónustu
25. desember     Lokað, hringja í 1700 ef þörf er á vaktþjónustu
26.desember      Lokað, hringja í 1700 ef þörf er á vaktþjónustu
27. desember     Lokað, hringja í 1700 ef þörf er á vaktþjónustu
28. – 30. desember Venjulegur opnunartími heilsugæslu
31. desember     Lokað, hringja í 1700 ef þörf er á vaktþjónustu
1. janúar           Lokað, hringja í 1700 ef þörf er á vaktþjónustu

Covid sýnatökur eru snemma morguns 28. og 29. desember og biðjum við fólk sem telur sig hafa þörf fyrir að komast í sýnatöku um að hringja í okkur fyrir klukkan 9:00 þar sem sýnin eru svo send til RVK og þurfa því að vera tilbúin áður en bíll kemur og sækir.

 ATH á Suðurlandsbraut er opið fyrir sýnatökur alla daga um hátíðarnar fyrir utan jóladag og nýársdag.

Bent er á að utan dagvinnutíma og á rauðum dögum er hægt að hafa samband við vaktsíma 1700 til að fá ráðgjöf hjúkrunarfræðings sem eftir atvikum getur gefið símtal áfram til vaktlæknis.

Ef um neyðartilvik er að ræða skal hringt í 112.

Minnum fólk á að endurnýja lyf tímanlega fyrir hátíðarnar.

 

HVE Hólmavík:
Heilsugæslustöðin er opin frá kl. 9-12 á aðfangadag og gamlársdag.
Aðra virka daga er venjulegur opnunartími. 

 

HVE Ólafsvík:

Á aðfangadag og gamlársdag er lokað en læknirinn verður með símann. Venjulegur opnunartími er á þorláksmessu og 30. des.

 

HVE Stykkishólmi: 
24. - 27. desember   Lokað fyrir almenna móttöku, hringja í 1700 ef þörf er á vaktþjónustu.
28. - 30. desember   Venjulegur opnunartími, covid sýnatökur vegna einkenna eru gerðar þessa daga.
1. - 3. janúar           Lokað fyrir almenna móttöku, hringja í 1700 ef þörf er á vaktþjónustu.

Lyfjasíminn er lokaður 24. og 31. desember.

Bent er á að utan dagvinnutíma og á rauðum dögum er hægt að hafa samband við vaktsíma 1700 til að fá ráðgjöf hjúkrunarfræðings sem eftir atvikum getur gefið símtal áfram til vaktlæknis. Ef um neyðartilfelli er að ræða skal hringt í 112.

Upplýsingar um covid sýnatökutíma á öðrum heilsugæslustöðvum eru á heimasíðu landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is