Fréttir

Fréttir | 20. nóv. 2018

Nýr yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi

Nú í haust tók Jóhannes Bergsveinsson  sérfræðingur í heimilislækningum við sem yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi.  Jóhannes lauk læknanámi við Háskóla Íslands í júní 2007.  Hann stundaði kandidatsnám á Landspítala og á heilugæslustöðinni í Efstaleiti Reykjavík.  Hann hlaut almennt lækningaleyfi í júní 2008 og hóf sérnám í heimilislækningum, fyrst hér á landi en síðan í Svíþjóð.  Hann hlaut sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum í ágúst 2013 og hér á landi í júní 2014.   Hann starfaði við sérgrein sína í Åhus á Skáni í Svíþjóð í 4 ár.  Jafnframt því sinnti hann hlutastarfi við gæðastjórnunarteymi og flutti fyrirlestra því verkefni tengdu.  Jóhannes hefur umtalsverða reynslu af stundakennslu og handleiðslu sérnámslækna í heimilislækningum.  Það opnar á möguleika að hafa námskandidata og lækna, sem vilja sérhæfa sig í heilsugæslu.  Síðustu árin hefur verið miklum erfiðleikum háð að fá heimilislækna til starfa hér á landi, sérstaklega út á landsbyggðina.  Það var því fagnaðarefni að fá öflugan umsækjanda þegar staða yfirlæknis heilsugæslusöðvarinnar á Akranesi var auglýst fyrir ári síðan.