Fréttir

Fréttir | 21. des. 2017

Nýr yfirlæknir á kvennadeild

Hrund Þórhallsdóttir fæðinga og kvensjúkdómalæknir hefur verið sett yfirlæknir Kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi.  Hrund hlaut sérfræðiviðurkenningu í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp í maí 2015.  Hún hefur starfað sem sérfræðingur við Kvennadeildina frá því í ágúst sl. HVE býður Hrund velkomna til starfa.