Fréttir

Fréttir | 13. sep. 2017

Nýr vefur HVE opnaður

Nýr og endurskipulagður ytri vefur hefur verið opnaður. Vefnum er ætlað að vera góð upplýsingaveita fyrir sjúklinga, skjólstæðinga og áhugafólk þar sem hægt er að sækja upplýsingar og fróðleik um starfsemina á öllum átta starfsstöðvum stofnunarinnar. Þessi nýi vefur er hannaður af vefstofunni Sendiráðinu og bíður upp á möguleika sem eldri vefur frá árinu 2010 hafði ekki. Meðal nýjunga eru sjálfvirkar stillingar fyrir þau tæki sem notuð eru s.s. spjaldtölvur og snjallsíma.  Þá verður skilvirkni við auglýst störf og umsóknir bætt með því að hægt verður að sækja rafrænt um störf þannig að upplýsingar færast sjálfkrafa inn í Mannauðskerfi Oracle svo eitthvað sé nefnt. Innan fárra daga er einnig stefnt á að opna nýjan innri vef sem mun verða hagnýtt vinnutæki og samskiptamiðill milli starfsmanna og starfsmannahópa og bjóða upp á marga spennandi möguleika fyrir starfsmenn. 

 

Efnið á nýja vefnum hefur verið endurskoðað og endurbætt en þeirri vinnu er ekki lokið. Unnið verður að því að bæta vefinn enn frekar á næstu mánuðum og ábendingar frá notendum eru vel þegnar. Við hvetjum notendur til að senda okkur ábendingar um það sem vantar eða betur mætti fara á netfangið hve@hve.is