Chat with us, powered by LiveChat

Fréttir

Fréttir | 16. sep. 2021

Nýr sérfræðingur á kvennadeild HVE Akranesi

Guðný Jónsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, hefur hafið störf á Kvennadeild HVE Akranesi. Guðný fékk sérfræðiréttindi árið 2015 og hefur síðan starfað við kvensjúkdóma og skurðlækningar við góðkynja sjúkdómum í kvenlíffærum ásamt fæðingarhjálp á Danderyd Sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Guðný verður í hlutastarfi við stofnunina en samhliða starfi sínu við HVE leggur hún stund á doktorsnám. Hún mun sinna sjúklingamóttöku, vaktþjónustu á kvennadeild og framkvæma aðgerðir á sínu sérsviði. Við bjóðum Guðný velkomna til starfa.