Fréttir

Nýjar reglur um lyfjaendurnýjanir á HVE
Fréttir | 22. mar. 2018

Nýjar reglur um lyfjaendurnýjanir á HVE

Gefnar hafa verið út nýjar reglur um lyfjaendurnýjanir innan HVE.
Helst er áherslan á hertar reglur vegna eftirritunarskyldra lyfja, róandi- og svefnlyfja en einnig vakin athygli skjólstæðinga á mikilvægi eftirlits þegar um langvarandi lyfjameðferð er að ræða.

Helsti hvatinn er sá að sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf hafa sýnt sig að valda alvarlegum eitrunum og jafnvel dauðsföllum hér á landi sem annar staðar og er mikilvægt að notkun þeirra sé betur fylgt eftir en verið hefur. Er markmiðið að reyna að draga úr notkun þessara lyfja eins og hægt er.

Vonumst við til að skjólstæðingar okkar sýni þessu skilning.  Reglurnar er hægt að prenta út hér...