Fréttir

Fréttir | 14. maí 2020

Mótefnamælingar vegna Covid

Vegna fjölda fyrirspurna um mótefnamælingar hjá einstaklingum sem hugsanlega hafa veikst af COVID-19 vill HVE benda á að ekki er hægt að taka við beiðnum um mótefnamælingar fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir um framkvæmd og kostnað við rannsóknina.

Vakin er athygli á að byrjað er að safna blóðsýnum til mótefnamælinga en aðeins hjá einstaklingum sem fara í blóðprufu af öðrum ástæðum enn sem komið er. Þau sýni verða rannsökuð hjá Íslenskri erfðagreiningu á næstu vikum og mánuðum. Allir verða upplýstir rafrænt um niðurstöður í Heilsuveru. Heilsugæslan hefur ekki aðgang að niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar.