Fréttir

Fréttir | 02. nóv. 2017

Marel gefur kvennadeild HVE Akranesi ungbarnavigt

Fulltrúar frá tæknifyrirtækinu Marel komu færandi hendi á kvennadeild HVE á Akranesi miðvikudaginn 27. okt. sl. Færðu þeir deildinni nýja ungbarnavikt að gjöf. Vogin mælir með tveggja gramma nákvæmni og kemur með eilífðarábyrgð. Á henni er mælistika svo hægt er að mæla lengd barnanna samhliða viktun. Það voru þeir Valdimar Gunnar Sigurðsson, alþjóðlegur sölustjóri Marel og Þórarinn Kristjánsson sölustjóri Marel á Íslandi sem afhentu gjöfina. Gaman að segja frá því að báðir eiga þeir sterk tengsl við landshlutann, Þórarinn er grundfirðingur og Valdimar fæddur á Akranesi, en uppalinn í Ólafsvík. Voru þeim færðar innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf og víst er að hún á eftir að koma að góðum notum. Síðan var viktin tekin formlega í notkun og það var tveggja daga gömul stúlka hún Eldey Hrafntinna Eiru Sigurbjörnsdóttir sem lögð var á vogina og var hún 4.144 gr. Foreldrar hennar eru Elaine Ni'Cuana og Sigurbjörn Björnsson á Akranesi.